Innlent

Segir bíla­planið sprungið og tekur upp gjald

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Reynisfjöru. 
Frá Reynisfjöru.  Vísir/Vilhelm

Tekin verður upp gjald­skylda fyrir bíla­stæði í Reynis­fjöru í næstu viku. Gestir á fólks­bílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bíla­stæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra.

Morgun­blaðið greinir frá og hefur eftir Írisi Guðna­dóttur, einum af land­eig­endum, að mark­miðið með því að leggja á gjald sé að standa straum af kostnaði. Auk þess verði stuðlað að inn­viða­upp­byggingu og rekstri svæðisins með gjaldinu.

„Það er gíf­ur­­leg­ur straum­ur ferða­fólks í Reyn­is­fjöru og bíla­planið er sprungið,“ seg­ir Íris. „Bíl­ar hafa verið að leggja upp með veg­in­um og þá skap­ast slysa­hætta og mjög mik­il ó­reiða á bíla­­stæðinu. Því erum við í raun­inni aðal­lega að reyna að koma skipu­lagi á bíla­­stæða­mál og auka um­­­ferðar­ör­yggi,“ hefur blaðið eftir Írisi.

Hún segir að flestir séu hissa á því að land­eig­endur hafi ekki löngu verið búnir að setja upp gjald­skyldu við bíla­stæðið. Tekjur af því verði nýttir í við­hald við fjöruna sem Íris segir mikið og felist til að mynda í því að hirða upp rusl og bjóða upp á salernis­að­stöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×