Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 19:22 Mennirnir hættu sér nálægt gosinu. Tómas Guðbjartsson Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. „Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
„Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira