Innlent

Eins og að ganga á grýttum jarð­vegi frá Gróttu í Mos­fells­bæ

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikill fjöldi fólks leggur nú leið sína að eldgosinu.
Mikill fjöldi fólks leggur nú leið sína að eldgosinu. Vísir/Vilhelm

Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 

Síðan opnað var inn á svæðið hefur fjöldi fólks lagt leið sína suður eftir þrátt fyrir viðvaranir Almannavarna um að gönguleiðin sé löng og henti ekki öllum. Hún er um tuttugu kílómetra löng. Til samanburðar eru um tuttugu kílómetrar frá Gróttu til Mosfellsbæjar.

Gönguleiðin er ekki fyrir hvern sem er. Stöð 2

Fréttamaður og ljósmyndari Vísis eru á svæðinu. Að þeirra sögn eru hundruðir manna á leið að gosinu núna.

Almannavarnir segja rétt að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Því er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri og mögulegum breytingum þar á, nesta sig vel og tryggja um leið næga hleðslu á farsímum sínum. Rétt er að minna á að símasamband er víða lítið á svæðinu. Þá er nauðsynlegt að vera vel skóaður.

Viðbragðsaðilar keppast við að setja upp skilti við gönguleiðirnar. „Þú ert að fara inn á hættusvæði!“ stendur á einu þeirra.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×