Innlent

Kvikan stefnir að mikil­vægum jarð­skjálfta­mæli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rúmur sólarhringur er síðan eldgos við Litla-Hrút hófst.
Rúmur sólarhringur er síðan eldgos við Litla-Hrút hófst. Vísir/Vilhelm

Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall.

Í tilkynningu frá ÍSOR segir að mælirinn, sem nefnist FAF og er staðsett austan Fagradalsfjalls, hafi reynst ómetanlegur í náttúruvárvöktunn vegna staðsetningar sinnar. Bæði hafi mælirinn getað reiknað út nákvæma staðsetningu skjálfta sem og vaktað gosóróa. 

„Nú stefnir hraunstraumurinn í yfirstandandi eldgosi hins vegar beint á FAF, svo að við reynumst nauðbeygð til þess að fjarlægja mælinn í samvinnu við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands. Hans verður sárt saknað!,“ segir í tilkynningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×