Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 06:46 Frá verksmiðju Norlandia í Ólafsfirði. Já.is Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“ Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“
Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira