Innlent

Síðasti dagur strandveiða

Samúel Karl Ólason skrifar
 Mest er óánægjan með endalok strandveiðar fyrir austan, þar sem vertíðin hefst seinna en fyrir vestan.
Mest er óánægjan með endalok strandveiðar fyrir austan, þar sem vertíðin hefst seinna en fyrir vestan. Vísir/Vilhelm

Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi.

Á vef Fiskistofu segir að skip með strandveiðileyfi megi einungis halda til veiða á morgun, hafi þau verið með veiðileyfi áður en þau fengu strandveiðileyfið.

Sjómenn og Landssamband smábátaeigenda höfðu kallað eftir því að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, endurskoðaði þá ákvörðun sína að auka ekki veiðiheimildir til strandveiða en þetta er nú orðin stysta vertíðin í sögu strandveiðanna.

Landssambandið vísaði meðal annars í áskorun til ráðherra til þess að strandveiðar brúi það tímabil sem þegar stóru fyrirtækin loki vegna sumarleyfa fram að næsta fiskveiðiári. Strandveiðar séu mikilvægar sjómönnum, fiskkaupendum og vinnsluaðilum.

Sjá einnig: Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst.


Tengdar fréttir

„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“

Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum.

Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi

Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×