Hæstiréttur tekur djammbannið ekki til umfjöllunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 13:25 Þórólfur Guðnason vitnaði í málinu og sagði aðgerðirnar hafa tekið mið af aðgerðum í öðrum löndum. Vísir/Vilhelm Málskotsbeiðni eiganda skemmtistaðarins The English Pub í máli gegn íslenska ríkinu hefur verið hafnað. Landsréttur úrskurðaði að djammbannið hafi verið löglegt. Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira