Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2023 17:17 Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur, segir að lúsmýið muni líklega breiða úr sér um allt land þar sem láglendi er að finna. Bylgjan/Vísir/Vilhelm Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að þegar það er kalt þá seinki skordýrin lífsferlum sínum og lirfurnar klekist síðar. „Ég hef orðið var við hunangsflugur og geitunga. Þeir voru nokkuð seinni núna í vor en áður fyrr þegar það hafa verið hlýrri vor. Þetta hefur seinkað en ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif á fjöldann,“ segir Gísli. Þá sagðist hann eiga von á að sumarið verði eins og sumarið í fyrra. „Ef það helst þokkalega hlýtt verður svipaður fjöldi skordýra á hverjum stað.“ Geitungarnir eru farnir á stjá þó þeir hafi verið seinni af stað en oft áður.Vísir/Vilhelm Kalt vor um allt land Gísli segist ekki eiga von á því að það sé mikill munur á skordýrum eftir landshlutum. Skordýrin hafi líklega komið fyrr upp þar sem er hlýrra en vorið hafi hins vegar verið kalt um allt land. „Nú var vorið kalt um allt land þannig að það var ekkert mikið af skordýrum komið á kreik í maí og byrjun júní. Svo er þetta allt að koma af stað núna. Um miðjan júní var þetta orðið, svona sem maður frétti, svipað og hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gísli. Mý á Laugarvatni, líklega rykmý frekar en lúsmý sökum stærðarinnar.Vísir/Vilhelm Líkt og önnur skordýr hafi lúsmýið líka farið af stað um miðjan júní. Það muni vera áfram á sömu slóðum og áður en útbreiðslusvæði þess muni líklega aukast. Ekki sé enn vitað hvernig lúsmýið lifir en núna stendur einmitt yfir rannsókn á því hvar lirfur lúsmýsins klekjast. „Við vitum ekki hvar lirfurnar lifa. Það er verið að rannsaka það núna í samvinnu Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er verið að reyna að komast að því hvar lirfurnar klekjast. Mig grunar að þær klekist í deiglendi eða vatni,“ segir Gísli. Lúsmý muni á endanum dreifa sér um allt land Lúsmý gerði fyrst vart við sig á Suðvesturlandi árið 2015 og þá aðallega í Borgarfirðinum. Síðan hefur lúsmýið dreift hratt úr sér og telur Gísli að það muni á endanum dreifa sér um land allt. „Lúsmý er um allt land nema á Hálendinu, nema á Vestfjörðum, nema á Norðausturlandi og Austfjörðum. Þetta eru svæðin sem það var ekki komið á í fyrra,“ segir Gísli. Hönd einhvers sem hefur farið illa út úr lúsmýinu.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma. Núna er þetta eiginlega komið um allt land. Ég held að lúsmýið muni halda áfram að dreifa úr sér á láglendi þar til það finnst alls staðar, nema helst við sjávarsíðuna þar sem golan kemur á móti mýinu,“ segir hann um útbreiðslu lúsmýsins Gísli segir að nágrannalöndin séu ekkert að kvarta undan lúsmýi. Fólk hér á landi muni venjast lúsmýinu eins og öðru og mynda þol við því. „Þegar fólk er búið að vera bitið nokkrum sinnum þá myndar það þol gegn þessu og það hættir að blása upp og hættir að fá þessi kláðaköst,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að þegar það er kalt þá seinki skordýrin lífsferlum sínum og lirfurnar klekist síðar. „Ég hef orðið var við hunangsflugur og geitunga. Þeir voru nokkuð seinni núna í vor en áður fyrr þegar það hafa verið hlýrri vor. Þetta hefur seinkað en ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif á fjöldann,“ segir Gísli. Þá sagðist hann eiga von á að sumarið verði eins og sumarið í fyrra. „Ef það helst þokkalega hlýtt verður svipaður fjöldi skordýra á hverjum stað.“ Geitungarnir eru farnir á stjá þó þeir hafi verið seinni af stað en oft áður.Vísir/Vilhelm Kalt vor um allt land Gísli segist ekki eiga von á því að það sé mikill munur á skordýrum eftir landshlutum. Skordýrin hafi líklega komið fyrr upp þar sem er hlýrra en vorið hafi hins vegar verið kalt um allt land. „Nú var vorið kalt um allt land þannig að það var ekkert mikið af skordýrum komið á kreik í maí og byrjun júní. Svo er þetta allt að koma af stað núna. Um miðjan júní var þetta orðið, svona sem maður frétti, svipað og hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gísli. Mý á Laugarvatni, líklega rykmý frekar en lúsmý sökum stærðarinnar.Vísir/Vilhelm Líkt og önnur skordýr hafi lúsmýið líka farið af stað um miðjan júní. Það muni vera áfram á sömu slóðum og áður en útbreiðslusvæði þess muni líklega aukast. Ekki sé enn vitað hvernig lúsmýið lifir en núna stendur einmitt yfir rannsókn á því hvar lirfur lúsmýsins klekjast. „Við vitum ekki hvar lirfurnar lifa. Það er verið að rannsaka það núna í samvinnu Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er verið að reyna að komast að því hvar lirfurnar klekjast. Mig grunar að þær klekist í deiglendi eða vatni,“ segir Gísli. Lúsmý muni á endanum dreifa sér um allt land Lúsmý gerði fyrst vart við sig á Suðvesturlandi árið 2015 og þá aðallega í Borgarfirðinum. Síðan hefur lúsmýið dreift hratt úr sér og telur Gísli að það muni á endanum dreifa sér um land allt. „Lúsmý er um allt land nema á Hálendinu, nema á Vestfjörðum, nema á Norðausturlandi og Austfjörðum. Þetta eru svæðin sem það var ekki komið á í fyrra,“ segir Gísli. Hönd einhvers sem hefur farið illa út úr lúsmýinu.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma. Núna er þetta eiginlega komið um allt land. Ég held að lúsmýið muni halda áfram að dreifa úr sér á láglendi þar til það finnst alls staðar, nema helst við sjávarsíðuna þar sem golan kemur á móti mýinu,“ segir hann um útbreiðslu lúsmýsins Gísli segir að nágrannalöndin séu ekkert að kvarta undan lúsmýi. Fólk hér á landi muni venjast lúsmýinu eins og öðru og mynda þol við því. „Þegar fólk er búið að vera bitið nokkrum sinnum þá myndar það þol gegn þessu og það hættir að blása upp og hættir að fá þessi kláðaköst,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira