Ekki hættulaust á gosstöðvunum Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 20:03 Vísir/Sigurjón Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. „Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
„Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira