Ekki hættulaust á gosstöðvunum Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 20:03 Vísir/Sigurjón Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. „Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent