„Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2023 09:00 Tinna segir að sérstakt úrræði fyrir konur, án karla, myndi vera mjög gott. Vísir/Steingrímur Dúi Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. Nýverið kom út ný skýrsla frá umboðsmanni Alþingis um bága stöðu kvenna innan fangelsa á Íslandi. Margt af því sem Tinna segir endurspeglar það sem þar kemur fram. „Þú kemur inn og það veit enginn neitt. Ég hef einu sinni setið inni og fangaverðirnir eru rosalega almennilegir en þeir vita ekki neitt,“ segir Tinna. Hún segir að við komu fái allir innkomubækling en hann er um 56 blaðsíðna bæklingur þar sem farið er yfir alla helstu löggjöf sem varðar fullnustu refsinga og um þær reglur sem gilda í fangelsum. „Letrið er pínulítið og ég veit ekki um neinn sem hefur setið í fangelsi og lesið innkomubæklinginn. Það bara er ekki þannig,“ segir Tinna og að henni hefði liðið betur hefði einhver manneskja tekið á móti henni. „Þau kalla þetta betrunarvist og það á náttúrulega einhver að koma að tala við þig á idiot-proof máli, ekki einhverju fagmáli. Á tungumáli sem þú skilur og útskýra fyrir þér stöðu mála,“ segir Tinna og að í þeirri fræðslu væri hægt að fræða fólk um réttindi sín. Þegar nokkrir dagar eru liðnir fær fólk svo miða þar sem er að finna upplýsingar um þann dóm sem fólk hefur hlotið og hvernig afplánun mun fara fram. Tinna segir samt að þær upplýsingar sem þar komi fram standist ekki alltaf, því stundum eigi eftir að taka mál fyrir sem geti bætt við lengd dóms. „Ég fékk miða og miðað við það átti ég að losna út á Vernd í janúar en það var ekkert að marka því það var enn mál í kerfinu. Þannig var miðinn algerlega tilgangslaus,“ segir Tinna sem hefði viljað betri og skýrari upplýsingar, og það frá manneskju, ekki á miða. „Það er rosalega vont að koma inn og vita ekkert. Og geta ekkert gert því þú kemst ekki í tölvu. Þú getur ekkert sent pósta til að athuga málið. Ég er það heppin að eiga gott bakland þannig mamma mín fór í þetta fyrir mig, en það er ekkert sjálfsagt að eiga það.“ Hún segir að eftir innkomu taki svo við löng við þar sem dómskerfið klárar að vinna málið og því getur liðið langur tími þar til fólk veit í raun hvenær það losnar. „Það er rosalega óþægilegt. Ég kom inn í október. Svo kom jólafrí. Svo kom Covid og áður en ég vissi af var komið páskafrí og alltaf allir í fríum. Manni líður bara eins og manni hafi verið gleymt í bunkanum,“ segir Tinna og að þótt svo að aðeins hafi verið um nokkra mánuði að líða þá líði tíminn ekki eins innan veggja fangelsisins og utan þess. „Þú ert að bíða og þegar þú ert í stanslausri bið þá tekur það á sálartetrið,“ segir Tinna. Heyrði af geðheilsuteymi hjá samfanga Spurð hvort að hún hafi fengið þá þjónustu sem hana vantaði þegar hún var inni segir Tinna að hún hafi fengið góða þjónustu hjá geðheilsuteyminu en að hún hafi ekki vitað af því fyrr en samfangi hennar benti henni á teymið. Enginn hafi sagt henni frá því. „Ég kom inn í mjög vondu ásigkomulagi og var rosalega týnd. Ég var rosalega týnd. Ég hafði verið í harðri neyslu, og á götunni og einhvern veginn bara í brjáluðu harki. Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt,“ segir Tinna og að henni hafi ekki liðið eins og það væri einhver innan fangelsisins sem væri sérstaklega að halda utan um hana. Spurð hvort hún hafi fengið upplýsingar um vímuefnameðferð svarar hún því neitandi og segist í raun hafa verið illa undirbúin því að fara út og hafi þurft að sækja sér þessar upplýsingar og þjónustu sjálf og í gegnum vini. Þá gagnrýnir Tinna það einnig að konum sé ekki boðið upp á áfallahjálp. „Við sem komum inn eftir neyslu erum með áföll á bakinu. Sama hvort það er eftir neyslu eða eitthvað á undan. Það er ástæða fyrir því að við erum með þennan sjúkdóm, alkahólisma, sem dregur okkur í allskonar bull. Er eiginlega bara voðaverka bara sem kom okkur inn í fangelsi,“ segir Tinna. Sérstakt kvennafangelsi myndi hjálpa Spurð hvort að það hefði breytt miklu að afplána í sérstöku kvennafangelsi segir hún að það væri geggjað ef það væri eitt kvennaúrræð, og það ekki á Hólmsheiði. Tinna fór af Hólmsheiði í opna fangelsið á Sogni og segir það hafa breytt miklu. Þar hafi allt verið frjálslegra, opnara og mannlegra. „Það eru miklu fleiri atvinnumöguleikar og ekki eins hart fyrir gesti að koma í heimsókn,“ segir Tinna. Hún segir að auk þess afpláni oft karlmenn samhliða þeim, í fangelsunum, sem konur kannski vilji ekki hitta, eða hafi jafnvel brotið á þeim eða einhverjum sem þær þekkja. Þess vegna væri opið úrræði fyrir konur gott.Spurð hvernig henni leið í fangelsinu segir Tinna að hún hafi átt góða daga en að hún hafi upplifað sig freka og tilætlunarsama þegar hún var að hringja eftir upplýsingum eða óska eftir þeim, sérstaklega þegar hún kom á Sogn og var með tölvu og síma. Það hafi verið leiðinleg tilfinningin því það eina sem hún hafi viljað væru svör um það hvenær hún kæmist út. „Maður vill bara fá svör hvenær maður losnar úr fangelsi. Það er ekki eins og þú sért að sækja um vinnu eða eitthvað svoleiðis.“ Tinna segir áríðandi að bæta upplýsingagjöf til kvenfanga. Vísir/Steingrímur Dúi Leiðinlegt að bara prjóna og mála Annað sem Tinna myndi vilja sjá breytast eru atvinnu- og menntatækifæri fyrir konur inni í fangelsunum. Hún segir að á Hólmsheiði séu kynjaskiptar vinnustofur og mjög ólík verkefnin. „Þeir eru að búa til form og potta og smíða einhverjar úr grillpinnum. Það er aðeins meira líf og fjör þar. Hjá okkur var þetta einhvern veginn var þetta þannig að þú varst að sitja og láta tímann líða eða að mála potta. Þú hefur ekkert endalaust nenn í það en þú verður að gera það því hver 415 króna er mjög mikilvæg þegar þú situr þarna inni,“ segir Tinna en það er þóknunin sem fangar fá. Hún segir að hún hafi líka fengið vinnu við þrif en að það hafi kona setið inni sem hafi setið lengi þar og að hún hafi verið með mörg verkefni sem aðrar konur hafi viljað komast í. Það hafi valdið gremju. „Það er allskonar þjónusta sem þú þarft að sækja og það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því,“ segir Tinna og að þegar hún hafi setið inni hafi hún reykt og hafi þurft að eiga fyrir því. Það megi ekki senda föngum gjafir heldur verði þau að kaupa allt í búðinni í fangelsinu. Hvað varðar menntunartækifæri segir hún að það hafi verulega skort á upplýsingagjöf og aðstoð við námið sem var í boði. Bæði við námsskipulag og kerfin sjálf sem eru notuð. Það verði að taka mið af færni og getu og „peppa“ fólk áfram. Fangelsismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Nýverið kom út ný skýrsla frá umboðsmanni Alþingis um bága stöðu kvenna innan fangelsa á Íslandi. Margt af því sem Tinna segir endurspeglar það sem þar kemur fram. „Þú kemur inn og það veit enginn neitt. Ég hef einu sinni setið inni og fangaverðirnir eru rosalega almennilegir en þeir vita ekki neitt,“ segir Tinna. Hún segir að við komu fái allir innkomubækling en hann er um 56 blaðsíðna bæklingur þar sem farið er yfir alla helstu löggjöf sem varðar fullnustu refsinga og um þær reglur sem gilda í fangelsum. „Letrið er pínulítið og ég veit ekki um neinn sem hefur setið í fangelsi og lesið innkomubæklinginn. Það bara er ekki þannig,“ segir Tinna og að henni hefði liðið betur hefði einhver manneskja tekið á móti henni. „Þau kalla þetta betrunarvist og það á náttúrulega einhver að koma að tala við þig á idiot-proof máli, ekki einhverju fagmáli. Á tungumáli sem þú skilur og útskýra fyrir þér stöðu mála,“ segir Tinna og að í þeirri fræðslu væri hægt að fræða fólk um réttindi sín. Þegar nokkrir dagar eru liðnir fær fólk svo miða þar sem er að finna upplýsingar um þann dóm sem fólk hefur hlotið og hvernig afplánun mun fara fram. Tinna segir samt að þær upplýsingar sem þar komi fram standist ekki alltaf, því stundum eigi eftir að taka mál fyrir sem geti bætt við lengd dóms. „Ég fékk miða og miðað við það átti ég að losna út á Vernd í janúar en það var ekkert að marka því það var enn mál í kerfinu. Þannig var miðinn algerlega tilgangslaus,“ segir Tinna sem hefði viljað betri og skýrari upplýsingar, og það frá manneskju, ekki á miða. „Það er rosalega vont að koma inn og vita ekkert. Og geta ekkert gert því þú kemst ekki í tölvu. Þú getur ekkert sent pósta til að athuga málið. Ég er það heppin að eiga gott bakland þannig mamma mín fór í þetta fyrir mig, en það er ekkert sjálfsagt að eiga það.“ Hún segir að eftir innkomu taki svo við löng við þar sem dómskerfið klárar að vinna málið og því getur liðið langur tími þar til fólk veit í raun hvenær það losnar. „Það er rosalega óþægilegt. Ég kom inn í október. Svo kom jólafrí. Svo kom Covid og áður en ég vissi af var komið páskafrí og alltaf allir í fríum. Manni líður bara eins og manni hafi verið gleymt í bunkanum,“ segir Tinna og að þótt svo að aðeins hafi verið um nokkra mánuði að líða þá líði tíminn ekki eins innan veggja fangelsisins og utan þess. „Þú ert að bíða og þegar þú ert í stanslausri bið þá tekur það á sálartetrið,“ segir Tinna. Heyrði af geðheilsuteymi hjá samfanga Spurð hvort að hún hafi fengið þá þjónustu sem hana vantaði þegar hún var inni segir Tinna að hún hafi fengið góða þjónustu hjá geðheilsuteyminu en að hún hafi ekki vitað af því fyrr en samfangi hennar benti henni á teymið. Enginn hafi sagt henni frá því. „Ég kom inn í mjög vondu ásigkomulagi og var rosalega týnd. Ég var rosalega týnd. Ég hafði verið í harðri neyslu, og á götunni og einhvern veginn bara í brjáluðu harki. Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt,“ segir Tinna og að henni hafi ekki liðið eins og það væri einhver innan fangelsisins sem væri sérstaklega að halda utan um hana. Spurð hvort hún hafi fengið upplýsingar um vímuefnameðferð svarar hún því neitandi og segist í raun hafa verið illa undirbúin því að fara út og hafi þurft að sækja sér þessar upplýsingar og þjónustu sjálf og í gegnum vini. Þá gagnrýnir Tinna það einnig að konum sé ekki boðið upp á áfallahjálp. „Við sem komum inn eftir neyslu erum með áföll á bakinu. Sama hvort það er eftir neyslu eða eitthvað á undan. Það er ástæða fyrir því að við erum með þennan sjúkdóm, alkahólisma, sem dregur okkur í allskonar bull. Er eiginlega bara voðaverka bara sem kom okkur inn í fangelsi,“ segir Tinna. Sérstakt kvennafangelsi myndi hjálpa Spurð hvort að það hefði breytt miklu að afplána í sérstöku kvennafangelsi segir hún að það væri geggjað ef það væri eitt kvennaúrræð, og það ekki á Hólmsheiði. Tinna fór af Hólmsheiði í opna fangelsið á Sogni og segir það hafa breytt miklu. Þar hafi allt verið frjálslegra, opnara og mannlegra. „Það eru miklu fleiri atvinnumöguleikar og ekki eins hart fyrir gesti að koma í heimsókn,“ segir Tinna. Hún segir að auk þess afpláni oft karlmenn samhliða þeim, í fangelsunum, sem konur kannski vilji ekki hitta, eða hafi jafnvel brotið á þeim eða einhverjum sem þær þekkja. Þess vegna væri opið úrræði fyrir konur gott.Spurð hvernig henni leið í fangelsinu segir Tinna að hún hafi átt góða daga en að hún hafi upplifað sig freka og tilætlunarsama þegar hún var að hringja eftir upplýsingum eða óska eftir þeim, sérstaklega þegar hún kom á Sogn og var með tölvu og síma. Það hafi verið leiðinleg tilfinningin því það eina sem hún hafi viljað væru svör um það hvenær hún kæmist út. „Maður vill bara fá svör hvenær maður losnar úr fangelsi. Það er ekki eins og þú sért að sækja um vinnu eða eitthvað svoleiðis.“ Tinna segir áríðandi að bæta upplýsingagjöf til kvenfanga. Vísir/Steingrímur Dúi Leiðinlegt að bara prjóna og mála Annað sem Tinna myndi vilja sjá breytast eru atvinnu- og menntatækifæri fyrir konur inni í fangelsunum. Hún segir að á Hólmsheiði séu kynjaskiptar vinnustofur og mjög ólík verkefnin. „Þeir eru að búa til form og potta og smíða einhverjar úr grillpinnum. Það er aðeins meira líf og fjör þar. Hjá okkur var þetta einhvern veginn var þetta þannig að þú varst að sitja og láta tímann líða eða að mála potta. Þú hefur ekkert endalaust nenn í það en þú verður að gera það því hver 415 króna er mjög mikilvæg þegar þú situr þarna inni,“ segir Tinna en það er þóknunin sem fangar fá. Hún segir að hún hafi líka fengið vinnu við þrif en að það hafi kona setið inni sem hafi setið lengi þar og að hún hafi verið með mörg verkefni sem aðrar konur hafi viljað komast í. Það hafi valdið gremju. „Það er allskonar þjónusta sem þú þarft að sækja og það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því,“ segir Tinna og að þegar hún hafi setið inni hafi hún reykt og hafi þurft að eiga fyrir því. Það megi ekki senda föngum gjafir heldur verði þau að kaupa allt í búðinni í fangelsinu. Hvað varðar menntunartækifæri segir hún að það hafi verulega skort á upplýsingagjöf og aðstoð við námið sem var í boði. Bæði við námsskipulag og kerfin sjálf sem eru notuð. Það verði að taka mið af færni og getu og „peppa“ fólk áfram.
Fangelsismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26