Fótbolti

Þorleifur í sviðsljósinu þegar Houston stal stigi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þorleifur lagði upp í nótt.
Þorleifur lagði upp í nótt. Vísir/Getty

Þorleifur Úlfarsson lagði upp jöfnunarmark Houston Dynamo gegn Sporting Kansas City í MLS-deildinni í nótt. Jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma.

Þorleifur byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom inn á 68. mínútu leiksins. Staðan var 2-1 þegar Þorleifur kom af bekknum og var það allt þar til tæpar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Þorleifur fékk þá langa sendingu sem hann skallaði fyrir fætur Ivan Franco sem jafnaði metin. Lokatölur 2-2.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í vörn DC United þegar liðið gerði jafntefli við Inter Miami. Lionel Messi er ekki enn byrjaður að spila fyrir Inter Miami en búist er við að hann mæti til leiks í leik Inter um næstu helgi.

Dagur Dan Þórhallsson kom inn sem varamaður hjá Orlando City sem tapaði 4-0 fyrir Real Salt Lake. Dagur Dan kom af bekknum þegar rúmur hálftími var eftir en hann skoraði fyrsta mark sitt í MLS-deildinni í síðustu umferð.

Þá var Róbert Orri Þorkelsson ónotaður varamaður hjá CF Montreal sem tapaði 1-0 gegn Atlanta United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×