Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 14:20 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09