Innlent

Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman

Samúel Karl Ólason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur áður sagt að hún muni líklega ekki kalla þing saman á nýjan leik.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur áður sagt að hún muni líklega ekki kalla þing saman á nýjan leik. Vísir/Vilhelm

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu.

Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina.

Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“

Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum.

Sjá einnig: Brot bankans mögu­lega rakin til brota­lama hjá Banka­sýslunni

Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun.

Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“

Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga.


Tengdar fréttir

Ekki verið að neita þing­mönnum um upp­lýsingar um banka­söluna

Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×