Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 15:31 Páll segir erlenda fanga ekki erfiðari en þá íslensku en að þeim fylgi annars konar áskoranir. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum. Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum.
Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26