Telur rétt að yfirvöld fái auknar heimildir til að tryggja þjóðaröryggi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að frumvarp dómsmálaráðherra um auknar heimildir lögreglu hefði aukið mögulega yfirvalda á því að tryggja þjóðaröryggi. Vísir/Steingrímur Dúi Utanríkisráðherra segir að í ljósi breyttrar stöðu öryggismála sé eðlilegt að umræða fari fram hér á landi um heimildir stjórnvalda til eftirlits í þágu þjóðaröryggis. Þó sé mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent