Fótbolti

Arna Eiríks kölluð inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Eiríksdóttir fær nú tækifæri til að sýna sig með íslenska landsliðinu.
Arna Eiríksdóttir fær nú tækifæri til að sýna sig með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Arna Eiríksdóttir hefur staðið sig frábærlega með FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og nú hefur hún spilað sig inn í íslenska landsliðið með góðri frammistöðu sinni.

FH-ingar greina frá því á miðlum sínum að Arna hafi verið kölluð inn í A-landsliðshóp Þorsteins Halldórssonar fyrir komandi leiki á móti Finnlandi og Austurríki.

Arna er hjá FH á láni frá Val og á mikinn þátt í óvæntri frammistöðu nýliðanna í sumar. Liðið hefur verið í hópi efstu liða og komst líka í undanúrslit bikarkeppninnar.

Arna er tvítugur miðvörður sem hefur spilað 63 leiki í efstu deild.

Hún hefur spilað einn A-landsleik en það var leikur með B-landsliði Íslands út í Eistlandi í júní í fyrra.

Arna hittir fyrir eldri systur sína í A-landsliðinu í þessu verkefni því Hlín Eiríksdóttir, sem spilar með Kristianstad í Svíþjóð, var einnig valin í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×