Seldu upp Eldborg á hálftíma Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 17:21 Tinna, Tryggvi og Ingó troða upp í Eldborg í Hörpu í ágúst. Mikil eftirspurn var eftir miðunum. Vísir/Vilhelm/addinabblakusk Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum. Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum.
Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira