Innlent

Sam­fylkingin stærst og stuðningur við ríkis­stjórnina á niður­leið

Máni Snær Þorláksson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina fer áfram lækkandi.
Stuðningur við ríkisstjórnina fer áfram lækkandi. Vísir/Vilhelm

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi.

Ekki hefur mælst jafn lítill stuðningur við sitjandi ríkisstjórn síðan í júlí árið 2017. Það er í takt við niðurstöður könnunar Maskínu frá því í síðustu viku. Þar sögðust einungis átján prósent vera ánægð með störf ríkisstjórnarinnar.

Í niðurstöðum Gallup lækkar Framsóknarflokkurinn um eina og hálfa prósentu í fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu striki en Vinstri græn taka kipp upp um hálfa prósentu.

Þá lækkar fylgi við Pírata og Sósíalistaflokkinn lítillega. Viðreisn, Flokkur fólksins, og Miðflokkurinn fara á móti upp um prósentubrot, sá síðastnefndi þó um tæpt prósentu stig.

Miðað við niðurstöður Gallup er Samfylkingin stærsti flokkurinn með tuttugu og átta prósent fylgi.Gallup

Í könnuninni, sem fór fram frá 1. júní til 2. júlí, voru þrjár spurningar:

  • Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
  • En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
  • Styður þú ríkisstjórnina?

Heildarúrtaksstærð var 11.331 og þáttökuhlutfall var 48,8 prósent. Vikmörk á fylgi við flokkar eru 0,6-1,4 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×