Innlent

Aldrei færri í hópi stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. vísir/vilhelm

Einungis átján prósent svarenda segjast ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Hlutfallið hefur aldrei verið lægra.

Hlutfallið hélst stöðugt í 26 prósentum frá öðrum ársfjórðungi ársins 2022. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 23 prósent ánægð með störf ríkisstjórnar og nú 18 prósent. Mest var ánægjan á öðrum ársfjórðungi ársins 2021, þá sögðust 46 prósent svarenda ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar.

Línurit sem sýnir ánægju og óánægju svarenda eftir ársfjórðungum frá árinu 2021.maskína

Mest er ánægjan meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks, 55 prósent þeirra eru ánægðir með störf ríkisstjórnar en 12 prósent óánægðir. 43 prósent kjósenda Framsóknar eru ánægðir með störf ríkisstjórnar og 40 prósent kjósenda Vinstri grænna. 17 prósent kjósenda Framsóknar eru óánægðir með störfin og 21 prósent kjósenda Vinstri grænna. Mest er óánægjan meðal kjósenda Sósíalistaflokksins.

Ánægjan eftir kjósendum stjórnmálaflokka.maskína

Ánægjan virðist meiri á Austurlandi og Vesturlandi en í öðrum landshlutum. Þá eru fleiri karlar ánægðir með störf ríkisstjórnar en konur. 


Tengdar fréttir

Sam­fylkingin lang­stærsti flokkurinn og ríkis­stjórnin fellur enn

Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×