Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 06:29 Tugir Íslendinga hafa leitað sér aðstoðar vegna kynferðislega hugsana, langana og brota í garð barna. Getty Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. Úrræðið var sett á laggirnar síðla árs 2021 og hefur verið sérstaklega miðað að einstaklingum sem hafa kynferðislegar hugsanir og/eða langanir sem beinast gegn börnum. Heildarfjöldi viðtala var 140 árið 2022 og það sem af er ári hafa 20 einstaklingar bæst í hóp þjónustuþega. Fimm voru skikkaðir í viðtal af dómstólum og átta vísað á úrræðið af lögreglu en Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur segir langflesta koma að eigin frumkvæði. Hún segir hópinn fjölbreyttan. „Þetta er fólk sem hefur áhyggjur af kynhegðun sinni eða hefur verið sakað um óæskilega kynhegðun, til dæmis. Fólk er líka mikið að koma og gera eitthvað upp úr fortíðinni; að hafa gengið yfir mörk, hafa jafnvel fengið dóm og er svona að vinna úr því. Taka ábyrgð á og vinna úr þeim afleiðingum sem þetta hefur haft á allt lífið,“ segir Jóhanna. Hafa miklar áhyggjur af eigin hugsunum Jóhanna segir hópinn þannig spanna allan skalann; frá því að hafa mögulega gert eitthvað í barnæsku í að hafa nýlega verið sakaður um eitthvað. Þá séu einnig einstaklingar í hópnum sem finna það hjá sjálfum sér að hafa mögulega farið yfir mörk. Jóhanna Dagbjartsdóttir. Það má kannski segja að þeir sem leita til Taktu skrefið skiptist í þrjá hópa; þá sem hafa óvelkomnar hugsanir, þá sem hafa gert eitthvað af sér og þá sem hafa fengið á sig dóm. „Sumir hafa bara áhyggjur af eigin hugsunum,“ segir Jóhanna um þá sem leita í úrræðið til að fyrirbyggja að þeir geri mögulega eitthvað af sér. „Þá eru þetta annars vegar þráhyggjuhugsanir, þar sem það eru kannski ekki miklar líkur á að þær verði að hegðun, heldur eru þetta bara óþægilegar hugsanir sem koma og eru ekkert endilega að kveikja kynferðislega löngun eða svoleiðis. Svo hins vegar alveg á hinum endanum, þar sem við erum að tala um barnagirnd og alveg mjög óþægilegar hugsanir sem fólk vill ekki að hafa og er því að leita sér aðstoðar.“ Jóhanna segir að þegar um sé að ræða áráttu- og þráhyggjuhugsanir þá séu þær oft af kynferðislegum toga en kveiki ekki endilega kynferðislega löngun. Barnagirndin sé öðruvísi; þar sé um að ræða kynferðislega löngun í börn. „Það kemur alveg fyrir,“ segir Jóhanna spurð að því hvort menn séu greindir með barnagirnd í úrræðinu, „en við erum ekki mikið í því að stimpla fólk. Sumir eru hins vegar augljóslega með barnagirnd og þá er það bara rætt.“ Vel mögulegt að lifa með barnagirnd án þess að brjóta af sér Það er ekki auðvelt að ræða um barnagirnd og kynferðislegar hugsanir um börn. Jóhanna segir flesta þá sem hafa leitað í úrræðið eiga það sameiginlegt að þjást af miklum kvíða, bæði vegna hugsana sinna og þá hafa þeir sem hafa þegar brotið af sér áhyggjur af því að gera það aftur. Af þeim sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot séu sumir sem telja sig ekki hafa gert neitt rangt, aðrir sem viðurkenni að hafa gert rangt og þá sé enn annar hópur einstaklinga sem hafa fengið dóm en telja sig enga að síður saklausa. Erfitt sé að aðstoða þann hóp. Meðferðarúrræði Taktu skrefið felast einna helst í hugrænni athyglismeðferð en eru sérsniðin að hverjum og einum. Hingað til hefur hópurinn sem fær meðferð verið á aldrinum 25 til 50 ára, með einhverjum undantekningum. Tölfræði erlendis bendir til þess að 1 prósent einstaklinga séu haldnir barnagirnd en þar af eru langflestir karlmenn. Hlutfallið samsvarar 2.000 karlmönnum á Íslandi. Jóhanna segir sannarlega hægt að aðstoða þá sem leita sér hjálpar og ítrekar að þótt óþægilegar hugsanir leiti á menn þýði það ekki að þeir séu endilega líklegir til að brjóta af sér. Hún segir ekki einfalt að svara því hvort barnagirnd sé „meðfædd“. „Það er erfitt að segja já eða nei,“ segir Jóhanna. „En við sjáum oft að þetta virðist vera eitthvað sem menn hafa alltaf haft frá kynþroska... hugsanir og langanir.“ Það er ekki hægt að lækna barnagirnd, segir Jóhanna, en það sé hægt að lifa með henni með aðstoð. Hún ítrekar að það sé alls ekki þannig að allir sem séu með barnagirnd brjóti af sér. Einstaklingar sem finni einnig til langana til jafnaldra eigi meiri möguleika á því að komast í og dafna í slíkum samböndum en það sé erfiðara fyrir þá sem girnist aðeins börn. Þá sé hins vegar að finna eitthvað annað til að gefa lífinu gildi. „Það er hægt,“ segir hún ákveðin. Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Úrræðið var sett á laggirnar síðla árs 2021 og hefur verið sérstaklega miðað að einstaklingum sem hafa kynferðislegar hugsanir og/eða langanir sem beinast gegn börnum. Heildarfjöldi viðtala var 140 árið 2022 og það sem af er ári hafa 20 einstaklingar bæst í hóp þjónustuþega. Fimm voru skikkaðir í viðtal af dómstólum og átta vísað á úrræðið af lögreglu en Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur segir langflesta koma að eigin frumkvæði. Hún segir hópinn fjölbreyttan. „Þetta er fólk sem hefur áhyggjur af kynhegðun sinni eða hefur verið sakað um óæskilega kynhegðun, til dæmis. Fólk er líka mikið að koma og gera eitthvað upp úr fortíðinni; að hafa gengið yfir mörk, hafa jafnvel fengið dóm og er svona að vinna úr því. Taka ábyrgð á og vinna úr þeim afleiðingum sem þetta hefur haft á allt lífið,“ segir Jóhanna. Hafa miklar áhyggjur af eigin hugsunum Jóhanna segir hópinn þannig spanna allan skalann; frá því að hafa mögulega gert eitthvað í barnæsku í að hafa nýlega verið sakaður um eitthvað. Þá séu einnig einstaklingar í hópnum sem finna það hjá sjálfum sér að hafa mögulega farið yfir mörk. Jóhanna Dagbjartsdóttir. Það má kannski segja að þeir sem leita til Taktu skrefið skiptist í þrjá hópa; þá sem hafa óvelkomnar hugsanir, þá sem hafa gert eitthvað af sér og þá sem hafa fengið á sig dóm. „Sumir hafa bara áhyggjur af eigin hugsunum,“ segir Jóhanna um þá sem leita í úrræðið til að fyrirbyggja að þeir geri mögulega eitthvað af sér. „Þá eru þetta annars vegar þráhyggjuhugsanir, þar sem það eru kannski ekki miklar líkur á að þær verði að hegðun, heldur eru þetta bara óþægilegar hugsanir sem koma og eru ekkert endilega að kveikja kynferðislega löngun eða svoleiðis. Svo hins vegar alveg á hinum endanum, þar sem við erum að tala um barnagirnd og alveg mjög óþægilegar hugsanir sem fólk vill ekki að hafa og er því að leita sér aðstoðar.“ Jóhanna segir að þegar um sé að ræða áráttu- og þráhyggjuhugsanir þá séu þær oft af kynferðislegum toga en kveiki ekki endilega kynferðislega löngun. Barnagirndin sé öðruvísi; þar sé um að ræða kynferðislega löngun í börn. „Það kemur alveg fyrir,“ segir Jóhanna spurð að því hvort menn séu greindir með barnagirnd í úrræðinu, „en við erum ekki mikið í því að stimpla fólk. Sumir eru hins vegar augljóslega með barnagirnd og þá er það bara rætt.“ Vel mögulegt að lifa með barnagirnd án þess að brjóta af sér Það er ekki auðvelt að ræða um barnagirnd og kynferðislegar hugsanir um börn. Jóhanna segir flesta þá sem hafa leitað í úrræðið eiga það sameiginlegt að þjást af miklum kvíða, bæði vegna hugsana sinna og þá hafa þeir sem hafa þegar brotið af sér áhyggjur af því að gera það aftur. Af þeim sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot séu sumir sem telja sig ekki hafa gert neitt rangt, aðrir sem viðurkenni að hafa gert rangt og þá sé enn annar hópur einstaklinga sem hafa fengið dóm en telja sig enga að síður saklausa. Erfitt sé að aðstoða þann hóp. Meðferðarúrræði Taktu skrefið felast einna helst í hugrænni athyglismeðferð en eru sérsniðin að hverjum og einum. Hingað til hefur hópurinn sem fær meðferð verið á aldrinum 25 til 50 ára, með einhverjum undantekningum. Tölfræði erlendis bendir til þess að 1 prósent einstaklinga séu haldnir barnagirnd en þar af eru langflestir karlmenn. Hlutfallið samsvarar 2.000 karlmönnum á Íslandi. Jóhanna segir sannarlega hægt að aðstoða þá sem leita sér hjálpar og ítrekar að þótt óþægilegar hugsanir leiti á menn þýði það ekki að þeir séu endilega líklegir til að brjóta af sér. Hún segir ekki einfalt að svara því hvort barnagirnd sé „meðfædd“. „Það er erfitt að segja já eða nei,“ segir Jóhanna. „En við sjáum oft að þetta virðist vera eitthvað sem menn hafa alltaf haft frá kynþroska... hugsanir og langanir.“ Það er ekki hægt að lækna barnagirnd, segir Jóhanna, en það sé hægt að lifa með henni með aðstoð. Hún ítrekar að það sé alls ekki þannig að allir sem séu með barnagirnd brjóti af sér. Einstaklingar sem finni einnig til langana til jafnaldra eigi meiri möguleika á því að komast í og dafna í slíkum samböndum en það sé erfiðara fyrir þá sem girnist aðeins börn. Þá sé hins vegar að finna eitthvað annað til að gefa lífinu gildi. „Það er hægt,“ segir hún ákveðin.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira