Málaði 75 metra háa veggmynd af Messi og setti heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 12:00 Veggmyndin af Lionel Messi í Santa Fe er risastór og sést langt að. Getty/Leandro Vallerino Lionel Messi var alltaf þjóðhetja í Argentínu en hann komst í guðatölu með því að leiða liðið til heimsmeistaratitils í fyrra. Messi og félag unnu Frakkland í vítakeppni í úrslitaleiknum en þessi stórkostlegi leikmaður var með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í sjö leikjum liðsins á mótinu. Hann var kosinn besti leikmaður keppninnar og tók við bikarnum í mótslok. Street artist #Cobre works on a record breaking 75 meter tall mural of Argentina football player #LionelMessi with the #WorldCup Trophy in #SantaFe, #Argentina. : Leandro Vallerino #GettySport #Messi #WC #Football pic.twitter.com/uHIMDVzKJV— Getty Images Sport (@GettySport) June 29, 2023 Argentínumenn hafa keppst við að heiðra og fagna Messi og félögum hans í argentínska landsliðið, þyrlur þurftu að bjarga leikmönnum úr sigurskrúðgöngunni vegna fólksfjölda og það var slegist um miðana þegar liðið spilaði sína fyrstu heimaleiki eftir heimsmeistaratitilinn. Nú hefur argentínskur veggmyndamálari sett nýtt heimsmet með því að mála mynd af fyrirliða heimsmeistaranna. Listamaðurinn heitir Andres Iglesias og kallar sig „Cobre“ en hann ákvað að mála magnaða mynd af Lionel Messi. Veggmyndin er á blokk í borginni Santa Fe í Argentínu sem er aðeins norðar en heimaborg Messi sem er Rosario. Þetta er stærsta veggmynd í heimi vegna þess að hún er 75 metrar á hæð. Listamaðurinn þurfti að nota sex hundrið lítra af málningu og yfir þúsund spreybrúsa til að búa til veggmyndina sem er einnig 40 metrar á breidd. Myndin er af Messi með heimsbikarinn þegar hann var borinn um völlinn af liðsfélögum sínum eins en knattspyrnufólk man eftir svipuðum mómentum með Pele og Diego Maradona. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Messi og félag unnu Frakkland í vítakeppni í úrslitaleiknum en þessi stórkostlegi leikmaður var með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í sjö leikjum liðsins á mótinu. Hann var kosinn besti leikmaður keppninnar og tók við bikarnum í mótslok. Street artist #Cobre works on a record breaking 75 meter tall mural of Argentina football player #LionelMessi with the #WorldCup Trophy in #SantaFe, #Argentina. : Leandro Vallerino #GettySport #Messi #WC #Football pic.twitter.com/uHIMDVzKJV— Getty Images Sport (@GettySport) June 29, 2023 Argentínumenn hafa keppst við að heiðra og fagna Messi og félögum hans í argentínska landsliðið, þyrlur þurftu að bjarga leikmönnum úr sigurskrúðgöngunni vegna fólksfjölda og það var slegist um miðana þegar liðið spilaði sína fyrstu heimaleiki eftir heimsmeistaratitilinn. Nú hefur argentínskur veggmyndamálari sett nýtt heimsmet með því að mála mynd af fyrirliða heimsmeistaranna. Listamaðurinn heitir Andres Iglesias og kallar sig „Cobre“ en hann ákvað að mála magnaða mynd af Lionel Messi. Veggmyndin er á blokk í borginni Santa Fe í Argentínu sem er aðeins norðar en heimaborg Messi sem er Rosario. Þetta er stærsta veggmynd í heimi vegna þess að hún er 75 metrar á hæð. Listamaðurinn þurfti að nota sex hundrið lítra af málningu og yfir þúsund spreybrúsa til að búa til veggmyndina sem er einnig 40 metrar á breidd. Myndin er af Messi með heimsbikarinn þegar hann var borinn um völlinn af liðsfélögum sínum eins en knattspyrnufólk man eftir svipuðum mómentum með Pele og Diego Maradona. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira