Innlent

Hrönn Sigurðar­dóttir er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Hrönn Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Sæmundur Bæringsson.
Hrönn Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Sæmundur Bæringsson. Facebook

Hrönn Sig­urðardótt­ir, fitness-drottning og eigandi verslunarinnar BeFit, er látin, 44 ára að aldri. Hrönn glímdi við krabbamein í nýrnahettum, en hún greindist með meinið fyrir rúmu ári.

Sæmundur Bæringsson, eiginmaður Hrannar, segir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Ástkær eiginkona mín Hrönn Sigurðardóttir er látin einungis 44 ára gömul eftir gríðarlega erfiða baráttu við illvigt krabbamein. Hún barðist eins og ljón fram á síðustu stundu eins og henni var einni lagið en gat ekki meir,“ segir Sæmundur.

Hrönn vann á ferlinu sínum til fjölda Íslandsmeistaratitla í fitness og keppti meðal annars á stærsta fitness-móti heims, Arnold Classic.

Hrönn lætur eftir sig fjögur börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×