Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 17:51 Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino Aðsent Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gervigreindin nýtist í netspjalli Heilsuveru þar sem tekið er sjálfvirkt innritunarviðtal við sjúklinginn áður en sérfræðingar Upplýsingamiðstöðvarinnar taka við spjallinu. Sjúklingurinn er spurður út í sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og þekkir kerfið yfir 1.200 læknisfræðileg málefni og getur spurt yfir 5.500 spurninga á bæði íslensku og ensku. Síðan er texti læknaskýrslu ritaður sjálfvirkt á íslensku óháð tungumáli sjúklings. Þurfa ekki lengur að spyrja sömu spurninga „Starfsfólkið okkar þarf nú ekki lengur að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur heldur getur það einbeitt sér að úrlausn og frekari ráðgjöf mun hraðar en áður. Um 62% gesta Heilsuveru velja netspjallið og því var tilvalið að byrja þar.“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningunni segir að reynslan af þjónustunni sýni að hægt sé að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem sé betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið. Samstarf Heilsugæslunnar og Dicino hófst síðastliðið vor í lausnamóti heilbrigðiskerfisins, sem skipulagt var af Heilsutækniklasanum. Að loknum prófunarfasa og samráðsvinnu var netspjall Heilsuveru tengt Dicino og fer hluti samtals við sérfræðing nú fram með sjálfvirkum hætti. Í kjölfar jákvæðra niðurstaða var ákveðið að ganga til samninga um áframhaldandi notkun á kerfinu. „Við vorum komin með annan fótinn til Spánar en rann auðvitað blóðið til skyldunnar þegar kallið kom enda smellpassaði lausnin okkar við þarfir Heilsugæslunnar,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Dicino. Kerfið var áður einungis í boði fyrir spænsku- og enskumælandi. Ábyrg notkun gervigreindar í þágu almannaheillar „Hjá Dicino höfum við farið afar varlega og forritað gervigreindarvirkni sjálf þannig að við séum einungis að auka skilvirkni en ekki áhættu með tækninni. Á hverjum degi notum við öll einhverja gerð gervigreindar, hvort sem það er sjálfvirkni á lagavali streymisveitna eða þegar við flökkum um heima samfélagsmiðlanna sem nota tölfræði til að birta færslur og markaðsefni,“ segir Steingrímur Árnason, tæknistjóri Dicino. „Á endanum snýst þetta um að nýta tæknina með ábyrgum hætti í þágu almannaheilla. Það er engin sjálfvirk ákvarðanataka varðandi meðferðina sjálfa heldur erum við hreinlega að spara eitt helsta verðmætið, sem er tími. Í þessu tilviki tími sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem skortur er á um allan heim,“ segir Steingrímur. „Það hefur verið frábært að fá að vera með þeim fyrstu til að starfa með beinum hætti með hinu opinbera og framlínu heilbrigðiskerfisins. Við höfum nú þegar fengið ómetanlega endurgjöf sem gagnast við framþróun lausnarinnar og það má segja að þó lausnin sé afar viðamikil þá séum við rétt að byrja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Gervigreind Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira