Innlent

Laus úr gæslu­varð­haldi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á Austurstræti.
Maðurinn lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á Austurstræti. Vísir/Vilhelm

Karl­maður sem hand­tekinn var vegna líkams­á­rásar og and­láts manns á skemmti­staðnum Lúx í mið­borg Reykja­víkur síðustu helgi er laus úr gæslu­varð­haldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Þar segir að rann­sókn lög­reglu á and­látinu miði vel. Rætt hafi verið við vitni og þá hafi lög­regla farið yfir mynd­efni úr eftir­lits­mynda­vélum. Segist lög­regla telja sig hafa skýra mynd af þeirri at­burða­rás sem leiddi til dauða mannsins.

Í til­kynningu lög­reglu segir að gæslu­varð­halds­úr­skurður yfir hinum grunaða hafi runnið út í dag. Segir lög­regla að ljóst þyki að að­koma þess grunaða að rann­sókn málsins sé með þeim hætti að skil­yrði laga um með­ferð saka­mála, er lúta að gæslu­varð­haldi á grund­velli al­manna­hags­muna, séu ekki til staðar.

Því hafi lög­regla ekki gert kröfu fyrir héraðs­dómi um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir manninum. Maðurinn er því laus úr haldi en hefur á­fram réttar­stöðu sak­bornings við rann­sókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×