Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 11:23 Gera má ráð fyrir að mikið líf og fjör verði á Orkumóti ÍBV næstu daga líkt og sást vel í fyrra. STÖÐ 2 SPORT Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra. Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn. Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn.
Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels