Mokveiði hjá efnilegustu dorgurum landsins Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 10:57 Sigurvegararnir með verðlaunin sín. Hafnarfjarðarbær Árleg Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar fór fram við Flensborgarhöfn í gær. Keppendur voru krakkar á grunnskólaaldri en um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni landsins. Keppnin hefur verið haldin á hverju ári í yfir þrjátíu ár og er á vegum sveitarfélagsins sem skaffar keppendum færi og beitu. Fjölmörg börn voru mætt á bryggjuna, ýmist með foreldrum sínum eða leikjanámskeiðahópum úr Hafnarfirði. Það er þó ekki alltaf góð veiði. Klippa: Bjartsýnir veiðimenn í Hafnarfirði „Í gamla daga veiddum við mjög vel, það var áður en það var búið að hreinsa hér strandirnar, skólpið fór beint í ströndina og menn veiddu slatta. Nú veiðast kannski 30-40 fiskar yfir daginn, ekki meira en það,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem sér um keppnina. Hann var einnig einn af þeim sem hélt fyrstu keppnina fyrir rúmum þrjátíu árum. Geir Bjarnason hefur staðið vaktina á Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar frá upphafi, þó með hléum.Vísir/Dúi Þrátt fyrir erfiða veiði í gegnum árin voru krakkarnir vongóðir á bryggjunni áður en keppnin hófst. „Ég er að svona veiða og ég er að reyna að veiða svona rosalega stóran fisk og svona alls konar,“ segir Steinar Pálmi Ólafsson, sex ára veiðimaður. Hvað veiðir þú marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, ég held að ég veiði kannski svona fimm fiska, en ég er alltaf úti á bryggju að veiða og ég náði einu sinni að veiða fisk með franskri kartöflu.“ Steinar Pálmi er reyndur veiðimaður.Vísir/Dúi Hin átta ára Emma var einnig stórhuga. Hvað ætlarðu að veiða marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, kannski hundrað fiska,“ segir Emma. Emma sagðist mögulega ætla að veiða hundrað fiska.Vísir/Dúi Og fór það sem svo að 350 veiðimenn mættu á svæðið og unnu bæði Emma og Steinar til verðlauna. Emma veiddi næst mest af öllum, alls fimm fiska, sama og Starkaður sem er sex ára gamall. Sú sem veiddi hins vegar mest var hin níu ára gamla Ebba Katrín sem veiddi níu fiska. Krakkar við bryggjuna að bíða eftir að fiskur biti á agnið.Hafnarfjarðarbær Steinar fékk síðan verðlaun fyrir að veiða stærsta fiskinn. Hann landaði 315 gramma kola en fengu þau öll fjögur veiðistangir í verðlaun. Hafnarfjörður Grín og gaman Börn og uppeldi Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Keppnin hefur verið haldin á hverju ári í yfir þrjátíu ár og er á vegum sveitarfélagsins sem skaffar keppendum færi og beitu. Fjölmörg börn voru mætt á bryggjuna, ýmist með foreldrum sínum eða leikjanámskeiðahópum úr Hafnarfirði. Það er þó ekki alltaf góð veiði. Klippa: Bjartsýnir veiðimenn í Hafnarfirði „Í gamla daga veiddum við mjög vel, það var áður en það var búið að hreinsa hér strandirnar, skólpið fór beint í ströndina og menn veiddu slatta. Nú veiðast kannski 30-40 fiskar yfir daginn, ekki meira en það,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem sér um keppnina. Hann var einnig einn af þeim sem hélt fyrstu keppnina fyrir rúmum þrjátíu árum. Geir Bjarnason hefur staðið vaktina á Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar frá upphafi, þó með hléum.Vísir/Dúi Þrátt fyrir erfiða veiði í gegnum árin voru krakkarnir vongóðir á bryggjunni áður en keppnin hófst. „Ég er að svona veiða og ég er að reyna að veiða svona rosalega stóran fisk og svona alls konar,“ segir Steinar Pálmi Ólafsson, sex ára veiðimaður. Hvað veiðir þú marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, ég held að ég veiði kannski svona fimm fiska, en ég er alltaf úti á bryggju að veiða og ég náði einu sinni að veiða fisk með franskri kartöflu.“ Steinar Pálmi er reyndur veiðimaður.Vísir/Dúi Hin átta ára Emma var einnig stórhuga. Hvað ætlarðu að veiða marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, kannski hundrað fiska,“ segir Emma. Emma sagðist mögulega ætla að veiða hundrað fiska.Vísir/Dúi Og fór það sem svo að 350 veiðimenn mættu á svæðið og unnu bæði Emma og Steinar til verðlauna. Emma veiddi næst mest af öllum, alls fimm fiska, sama og Starkaður sem er sex ára gamall. Sú sem veiddi hins vegar mest var hin níu ára gamla Ebba Katrín sem veiddi níu fiska. Krakkar við bryggjuna að bíða eftir að fiskur biti á agnið.Hafnarfjarðarbær Steinar fékk síðan verðlaun fyrir að veiða stærsta fiskinn. Hann landaði 315 gramma kola en fengu þau öll fjögur veiðistangir í verðlaun.
Hafnarfjörður Grín og gaman Börn og uppeldi Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira