Maddison hafi komist að samkomulagi við Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 15:30 James Maddison gæti verið á förum frá Leicester. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Tottenham Hotspur hefur komist að samkomulagi við enska landsliðsmanninn James Maddison um að leika með liðinu á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Maddison er í dag leikmaður Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Félögin tvö, Tottenham og Leicester, eiga enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá því að leikmaðurinn hafi náð samkomulagi við Tottenham, en hann segir einnig frá því að félögin tvö eigi nú í viðræðum um kaupverð og að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fari fyrir samningaviðræðunum. Tottenham have agreed personal terms with James Maddison as negotiations with Leicester are finally advancing — talks are underway. 🚨⚪️ #THFCUnderstand Spurs chairman Daniel Levy is very active on this deal, trying to get it done as soon as possible. pic.twitter.com/f2o0BL1VCR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2023 Maddison hefur verið nokkuð eftirsóttur biti undanfarin ár, þrátt fyrir að áhuginn á leikmanninum hafi líklega heldur dvínað síðustu misseri. Leikmaðurinn hefur leikið með Leicester frá árinu 2018 og skorað 43 mörk í 163 deildarleikjum. Þessi 26 ára gamli sóknarsinnaði miðjumaður á að baki þrjá leiki fyrir enska landsliðið og var hluti af enska hópnum á HM í Katar á síðasta ári, en kom ekki við sögu í leikjum liðsins á mótinu. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Maddison er í dag leikmaður Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Félögin tvö, Tottenham og Leicester, eiga enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá því að leikmaðurinn hafi náð samkomulagi við Tottenham, en hann segir einnig frá því að félögin tvö eigi nú í viðræðum um kaupverð og að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fari fyrir samningaviðræðunum. Tottenham have agreed personal terms with James Maddison as negotiations with Leicester are finally advancing — talks are underway. 🚨⚪️ #THFCUnderstand Spurs chairman Daniel Levy is very active on this deal, trying to get it done as soon as possible. pic.twitter.com/f2o0BL1VCR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2023 Maddison hefur verið nokkuð eftirsóttur biti undanfarin ár, þrátt fyrir að áhuginn á leikmanninum hafi líklega heldur dvínað síðustu misseri. Leikmaðurinn hefur leikið með Leicester frá árinu 2018 og skorað 43 mörk í 163 deildarleikjum. Þessi 26 ára gamli sóknarsinnaði miðjumaður á að baki þrjá leiki fyrir enska landsliðið og var hluti af enska hópnum á HM í Katar á síðasta ári, en kom ekki við sögu í leikjum liðsins á mótinu.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira