Fann hornstein lífrænnar efnafræði í sólkerfi í fæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 12:21 Frumsólkerfisskífan sést á neðri myndinni til hægri. Hinar myndirnar tvær sýna nánar staðsetningu hennar í miðri Óríóngeimþokunni. ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa. Svonefnd metýlkatjón (CH3+), jákvætt hlaðin sameind kolefnis og vetnis, gegnir lykilhlutverki í myndun kolefnissameinda og efnasambanda vegna þess hversu auðveldlega hún getur hvarfast við aðrar sameindir. Hún hefur verið talin hornsteinn lífrænnar efnafræði í alheiminum en allt líf eins og við þekkjum það gert úr kolefni. Uppgötvun sameindarinnar í frumsólkerfisskífu í kringum unga stjörnu í Sverðþokunni í stjörnuþokunni Óríon markar tímamót þar sem hún hefur aldrei áður fundist í sólkerfi í myndun. Öflugasti geimsjónauki mannkynsins, James Webb-sjónaukinn, gat efnagreint skífuna með litrófsmælingu og þannig komið auga á sameindina mikilvægu, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Stjörnur og sólkerfi myndast af miklum móð í Sverðþokunni sem er hluti af Óríongeimþokunni.ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Þversagnarkennt hlutverk útfjólublás ljóss Rannsóknin á sólkerfisskífunni d203-506 sem er í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni varpaði einnig ljósi á þversagnakenndar vísbendingar um hvernig útfjólublátt ljós hefur áhrif á myndun lífs í alheiminum. Orkumikið útfjólublátt ljós hefur fyrst og fremst verið talið skaðlegt lífi þar sem það brýtur niður flókin lífræn efnasambönd. Engu að síður sýna rannsóknir á loftsteinum í sólkerfinu okkar, því eina sem vitað er til að líf hafi kviknað, að það var baðað í útfjólublárri geislun frá massamiklum nágrannastjörnum sólarinnar á bernskuárum þess. Stjörnufræðingar telja raunar að flestar frumsólkerfisskífur gangi í gegnum tímabil mikillar útfjólublárrar geislunar þar sem stjörnur myndast yfirleitt í knippum, þar á meðal stórar stjörnur sem geisla útfjólubláu ljósi. Lausnin á þessari þversögn gæti hafa komið fram í rannsókn sem hluti vísindamannanna sem rannsökuðu d203-506 gerði á tilraunastofu, að því er segir í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Niðurstöður þeirra benda til þess að tilvist metýlkatjóna tengist útfjólublárri geislun en orka hennar gerir katjónunum kleift að myndast. Útfjólublátt ljós virðist gerbreyta efnasamsetningu frumsólkerfisskífa í alheiminum. Rannsóknir Webb benda til þess að þær skífur sem verða ekki fyrir mikilli útfjólublárri geislun séu fullar af vatni. Í d203-506 greindist hins vegar ekki arða af vatni. „Þetta sýnir skýrt að útfjólublá geislun getur breytt algerlega efnafræði frumsólkerfisskífa. Hún gæti raunar leikið lykilhlutverk í fyrstu efnafræðilegu stigum lífs með því að auðvelda myndun CH3+, nokkuð sem hefur kannski verið vanmetið til þessa,“ segir Oliver Berné, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Svonefnd metýlkatjón (CH3+), jákvætt hlaðin sameind kolefnis og vetnis, gegnir lykilhlutverki í myndun kolefnissameinda og efnasambanda vegna þess hversu auðveldlega hún getur hvarfast við aðrar sameindir. Hún hefur verið talin hornsteinn lífrænnar efnafræði í alheiminum en allt líf eins og við þekkjum það gert úr kolefni. Uppgötvun sameindarinnar í frumsólkerfisskífu í kringum unga stjörnu í Sverðþokunni í stjörnuþokunni Óríon markar tímamót þar sem hún hefur aldrei áður fundist í sólkerfi í myndun. Öflugasti geimsjónauki mannkynsins, James Webb-sjónaukinn, gat efnagreint skífuna með litrófsmælingu og þannig komið auga á sameindina mikilvægu, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Stjörnur og sólkerfi myndast af miklum móð í Sverðþokunni sem er hluti af Óríongeimþokunni.ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Þversagnarkennt hlutverk útfjólublás ljóss Rannsóknin á sólkerfisskífunni d203-506 sem er í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni varpaði einnig ljósi á þversagnakenndar vísbendingar um hvernig útfjólublátt ljós hefur áhrif á myndun lífs í alheiminum. Orkumikið útfjólublátt ljós hefur fyrst og fremst verið talið skaðlegt lífi þar sem það brýtur niður flókin lífræn efnasambönd. Engu að síður sýna rannsóknir á loftsteinum í sólkerfinu okkar, því eina sem vitað er til að líf hafi kviknað, að það var baðað í útfjólublárri geislun frá massamiklum nágrannastjörnum sólarinnar á bernskuárum þess. Stjörnufræðingar telja raunar að flestar frumsólkerfisskífur gangi í gegnum tímabil mikillar útfjólublárrar geislunar þar sem stjörnur myndast yfirleitt í knippum, þar á meðal stórar stjörnur sem geisla útfjólubláu ljósi. Lausnin á þessari þversögn gæti hafa komið fram í rannsókn sem hluti vísindamannanna sem rannsökuðu d203-506 gerði á tilraunastofu, að því er segir í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Niðurstöður þeirra benda til þess að tilvist metýlkatjóna tengist útfjólublárri geislun en orka hennar gerir katjónunum kleift að myndast. Útfjólublátt ljós virðist gerbreyta efnasamsetningu frumsólkerfisskífa í alheiminum. Rannsóknir Webb benda til þess að þær skífur sem verða ekki fyrir mikilli útfjólublárri geislun séu fullar af vatni. Í d203-506 greindist hins vegar ekki arða af vatni. „Þetta sýnir skýrt að útfjólublá geislun getur breytt algerlega efnafræði frumsólkerfisskífa. Hún gæti raunar leikið lykilhlutverk í fyrstu efnafræðilegu stigum lífs með því að auðvelda myndun CH3+, nokkuð sem hefur kannski verið vanmetið til þessa,“ segir Oliver Berné, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira