Bayern með tilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 10:49 Harry Kane er svo sannarlega eftirsóttur enda einn besti framherji heims. Getty/Joe Prior Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira