Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:31 Breiðablik er fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Vilhelm Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það. Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira