Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:06 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar í júlí. Aðsend Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37
Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06