Erlent

Fergi­e að jafna sig eftir skurð­að­gerð í kjöl­far krabba­meins­greiningar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fergie, eins og hún er kölluð, greindist með krabbamein við reglubundna skimun.
Fergie, eins og hún er kölluð, greindist með krabbamein við reglubundna skimun. Getty/WireImage/Jo Hale

Sarah Ferguson, hertogaynja af York, er að jafna sig eftir aðgerð sem hún gekkst undir eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein í reglubundinni skimun.

Talsmaður hertoagynjunnar, sem er 63 ára, segir lækna hafa tjáð henni að batahorfurnar væru góðar.

Samkvæmt talsmanninum hafði hertogaynjan, sem er fyrrverandi eiginkona Andrésar Bretaprins, ekki fundið fyrir neinum einkennum þegar hún greindist. Þá hefur hann eftir Fergie, eins og hún er kölluð, að hún telji reynslu sína endurspegla mikilvægi þess að mæta í skimun.

Fergie er talinn hafa gengist undir aðgerðina á King Edward VII-einkasjúkrahúsinu í Lundúnum, þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa venjulega sótt heilbrigðisþjónustu.

Hún er sögð hafa tekið upp þátt fyrir nýtt hlaðvarp sitt, Tea Talk, daginn áður en hún var lögð inn, þar sem hún fjallar um greininguna. Þátturinn verður birtur í dag.

Samkvæmt tölum NHS lifa þrír af hverjum fjórum sem greinast með krabbamein í að minnsta kosti eitt ár. Hlutfallið er mun hærra meðal þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eða 97 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×