Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 23:49 Óskar spyr hver sé raunveruleg ástæða brottrekstrar Konráðs. Meistaradeildin/Gunnar Freyr Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. „Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti. Hestaíþróttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
„Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti.
Hestaíþróttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira