Lífið

Fann stolinn bílinn í gegnum AirPods

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bíll Eiðs fannst með hjálp AirPods.
Bíll Eiðs fannst með hjálp AirPods. samsett

Bíl kvikmyndaframleiðandans Eiðs Birgissonar var stolið fyrr í vikunni. Hann fannst tveimur dögum síðar, þökk sé staðsetningatækni Apple, steinsnar frá bílasölunni.

Eiður greindi frá því á þriðjudag að bílnum hans, af gerðinni Jaguar F-Pace, hafi verið stolið þar sem hann stóð á bílasölu á Höfða. Var fólk beðið um að hafa samband við lögreglu og bauð Eiður þeim sem fyndi bílinn upp á ísbíltúr að launum.

Nú er bíllinn fundinn „og hefur aldrei litið betur út,“ segir Birgir. 

„Hann fékk nýjar númeraplötur en annars allt óbreytt við bíllinn. Í stuttu máli þá fannst bílinn þegar það var verið að leita að AirPods með aðgerðinni find my AirPods,“ segir Eiður jafnframt.

„Hann fannst bara nálægt bílasölunni uppi á Höfða. Þetta var eiginlega of nálægt til þess að mönnum dytti í hug að leita,“ segir Eiður í samtali við Vísi. Fleiru var stolið af bílasölunni þetta kvöld.

„Það var skemmtilegt hvernig þetta leystist. Annars er þetta góður bíll og enn til sölu,“ bætir hann við.

Eiður hefur verið framleiðandi hjá Sagafilm og RVK Studios og rak á sínum tíma 800 bar á Selfossi. Hann kom að framleiðslu á Ófærð og Gullregn.

Hann er nú í sambandi með athafnakonunni Manuelu Ósk Harðardóttur.

Stutt er síðan staðsetningartæki Apple seldust upp hér á landi í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, sagði frá því að hún hefði verið með slíkt tæki í tösku sem týndist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×