Innlent

Sólar­vörn líka mikil­væg þegar sólin skín ekki

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Geislavarnir segja æskilegt að nota sólarvörn sé UV-stuðull 3 eða hærri. 
Geislavarnir segja æskilegt að nota sólarvörn sé UV-stuðull 3 eða hærri.  Getty

Geislavarnir ríkisins vekja athygli á mikilvægi notkunar sólarvarnar á núlíðandi mánuðum. Útfjólubláir geislar séu helsta orsök húðkrabbameins og geisli líka þegar skýjað er. 

Í tilkynningu Geislavarna segir að börn séu viðkvæmari fyrir útfjólubláum geislum, eða UV-geislum, en fullorðnir. Huga þurfi að börnum nú þegar sólin gerir vart við sig.  

Geislavarnir minna einnig á að styrkur UV-geislanna sé breytilegur yfir daginn og að þrátt fyrir að sólin skíni ekki geti hann verið hár og því skaðlegur, sé sólarvörn ekki notuð.

Þá endurvarpi sandur og vatn að auki UV-geislunum sem eykur styrk þeirra enn frekar. 

Geislavarnir vekja athygli á vefsíðunni uv.gr.is þar sem hægt er að sjá hver UV-stuðillinn er í Reykjavík hverju sinni. Sé stuðullinn hærri en 3 sé æskilegt að nota sólarvörn, sitja í skugga, klæðast höfuðfati eða öðrum flíkum og takmarka þann tíma sem fólk er óvarið í sólarljósi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×