Innlent

Svan­dís situr fyrir svörum á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra situr fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun. 
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra situr fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun.  Vísir/Vilhelm

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, mun sitja fyrir svörum at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis á morgun á opnum fundi vegna á­kvörðunar hennar um tíma­bundna stöðvun á veiðum lang­reyða.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Al­þingis. Fundurinn fer fram kl. 11:00 og stendur yfir í klukku­tíma. Verður hann opinn frétta­mönnum.

Á­kvörðun Svan­dísar hefur reynst afar um­deild og kallaði Teitur Björn Einars­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi meðal annars eftir því að nefndin kæmi saman vegna hennar.

Á­samt Svan­dísi verða gestir fundarins Ása Þór­hildur Þórðar­dóttir, Ás­gerður Snævarr, Ás­laug Eir Hólm­geirs­dóttir og Kári Gauta­son frá mat­væla­ráðu­neytinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×