Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 06:46 Foreldrar hafa lent í vandræðum með þykkt slím í öndunarvegi barna eftir notkun. Getty Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. „Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent