Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 22:03 Åge Hareide í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. „Ég er mjög vonsvikinn því ég taldi leikmennina gera mjög vel varnarlega og leggja hart að sér. Þetta var erfitt í lokin, með 10 menn inn á, og við þurftum að gera skiptingar. Við þurftum að verja meira svæði, sérstaklega á miðjunni, og við féllum á því,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi eftir 1-0 tapið gegn Portúgal í kvöld. „Við vorum svolítið óheppnir með þessa stöðu. Það var harkalegt gagnvart Willum að hann fengi tvö gul spjöld þarna, og þar með var þetta mjög erfitt fyrir strákana. Þeir börðust samt allan tímann og stóðu sig frábærlega. Við unnum með þeim í þessu verkefni og þeir hafa aðlagast vel, voru vel skipulagðir og unnu mikið hver fyrir annan. Það skipti auðvitað máli að Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson og Birkir Bjarnason gætu ekki spilað vegna meiðsla. Þetta voru slæm úrslit en góðar frammistöður. Við áttum að vinna Slóvakíu og í staðinn fyrir 4 stig fengum við 0, en nú eru strákarnir tilbúnir og við hlökkum til. Við ætlum að losna við óheppnina og fá heppni,“ sagði Hareide. Aðspurður um sigurmark Portúgals, þar sem Portúgalar rétt sluppu við rangstöðu vegna staðsetningar Harðar Björgvins, sagði Hareide: „Þegar maður sér myndir af þessu þá ýtti [Diogo] Dalot honum í þessa stöðu. Við þurfum að vera tilbúnir í það. Það þarf að spyrja Hörð hvort hann hafi getað gert eitthvað í þessu en ég held að honum hafi verið ýtt úr jafnvægi. Það sýna myndirnar. Ég held að Hörður hafi ekkert sofnað Það er auðveldlega hægt að segja að þetta hafi verið brot en dómarinn gaf okkur ekkert í þessum leik. Maður þarf að vara sig í svona stöðu.“ Willum Þór Willumsson fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt fyrir þessa tæklingu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Auðvelt að gefa spjald út af öskrum frá Portúgölum Hareide hrósaði íslenska liðinu í hástert eftir leikinn og hafði ekkert út á leik þess að setja í kvöld. Hann var spurður sérstaklega út í leik miðvarða Íslands og Arnór Ingva Traustason, hrósaði þeim mjög og bætti Rúnari Alex Rúnarssyni við. Aðspurður frekar út í rauða spjaldið á Willum sagðist Hareide ekki telja að Willum verðskuldaði seinna gula spjaldið sem hann fékk, fyrir brot á Goncalo Inácio úti við hliðarlínu: „Hann reyndi við boltann, fór í boltann og Portúgalinn oflék þetta. Hann var ekki svona meiddur. Boltinn var á milli og þegar svo er… þetta leit hættulegar út en þetta var. En dómarinn átti auðvelt með að gefa gult spjald því Portúgalarnir öskruðu á það af bekknum. Þeir setja alltaf pressu á dómarana. Hann [Willum] hefði getað haldið ró sinni betur en ég kenni honum engan veginn um. Hann var að reyna að vinna boltann.“ EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. 20. júní 2023 21:47 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
„Ég er mjög vonsvikinn því ég taldi leikmennina gera mjög vel varnarlega og leggja hart að sér. Þetta var erfitt í lokin, með 10 menn inn á, og við þurftum að gera skiptingar. Við þurftum að verja meira svæði, sérstaklega á miðjunni, og við féllum á því,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi eftir 1-0 tapið gegn Portúgal í kvöld. „Við vorum svolítið óheppnir með þessa stöðu. Það var harkalegt gagnvart Willum að hann fengi tvö gul spjöld þarna, og þar með var þetta mjög erfitt fyrir strákana. Þeir börðust samt allan tímann og stóðu sig frábærlega. Við unnum með þeim í þessu verkefni og þeir hafa aðlagast vel, voru vel skipulagðir og unnu mikið hver fyrir annan. Það skipti auðvitað máli að Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson og Birkir Bjarnason gætu ekki spilað vegna meiðsla. Þetta voru slæm úrslit en góðar frammistöður. Við áttum að vinna Slóvakíu og í staðinn fyrir 4 stig fengum við 0, en nú eru strákarnir tilbúnir og við hlökkum til. Við ætlum að losna við óheppnina og fá heppni,“ sagði Hareide. Aðspurður um sigurmark Portúgals, þar sem Portúgalar rétt sluppu við rangstöðu vegna staðsetningar Harðar Björgvins, sagði Hareide: „Þegar maður sér myndir af þessu þá ýtti [Diogo] Dalot honum í þessa stöðu. Við þurfum að vera tilbúnir í það. Það þarf að spyrja Hörð hvort hann hafi getað gert eitthvað í þessu en ég held að honum hafi verið ýtt úr jafnvægi. Það sýna myndirnar. Ég held að Hörður hafi ekkert sofnað Það er auðveldlega hægt að segja að þetta hafi verið brot en dómarinn gaf okkur ekkert í þessum leik. Maður þarf að vara sig í svona stöðu.“ Willum Þór Willumsson fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt fyrir þessa tæklingu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Auðvelt að gefa spjald út af öskrum frá Portúgölum Hareide hrósaði íslenska liðinu í hástert eftir leikinn og hafði ekkert út á leik þess að setja í kvöld. Hann var spurður sérstaklega út í leik miðvarða Íslands og Arnór Ingva Traustason, hrósaði þeim mjög og bætti Rúnari Alex Rúnarssyni við. Aðspurður frekar út í rauða spjaldið á Willum sagðist Hareide ekki telja að Willum verðskuldaði seinna gula spjaldið sem hann fékk, fyrir brot á Goncalo Inácio úti við hliðarlínu: „Hann reyndi við boltann, fór í boltann og Portúgalinn oflék þetta. Hann var ekki svona meiddur. Boltinn var á milli og þegar svo er… þetta leit hættulegar út en þetta var. En dómarinn átti auðvelt með að gefa gult spjald því Portúgalarnir öskruðu á það af bekknum. Þeir setja alltaf pressu á dómarana. Hann [Willum] hefði getað haldið ró sinni betur en ég kenni honum engan veginn um. Hann var að reyna að vinna boltann.“
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. 20. júní 2023 21:47 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. 20. júní 2023 21:47
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08