Reykvíkingur ársins er „fullkominn kennari“ sem hugsar út fyrir skólastofuna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. júní 2023 11:28 Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera segist óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í kennslu. Nemendur hans lýsa honum sem fullkomnum kennara. Vísir/Sigurjón Nemendur manns sem var í dag útnefndur Reykvíkingur ársins segja hann fullkominn kennara sem geri allt fyrir nemendur sína. Sjálfur segir hann mikilvægast að hugsa út fyrir skólastofuna og að vera hress og sanngjarn. Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna líkt og hefð er fyrir. Óskað er eftir tilnefningum frá borgarbúum og segir Dagur að Mikael hafi fengið tilnefningar fyrir að vera frábær grunnskólakennari sem fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum. Hann bætir við að valáfangar Mikaels hafi verið sérstaklega nefndir. „Einn þeirra fjallar um veiði, fluguveiði og að kenna krökkum að umgangast árnar og lífríkið, en líka að hnýta flugur og framvegis. Hann er líka þekktur fyrir valáfanga um Hringadróttinssögu og evrópuknattspyrnu og allskonar. Það greinilega geislaði gleði af þessum ábendingum þannig að hann er greinilega mjög vel af þessu kominn.“ Dagur B. Eggertsson tilkynnti um val á Reykvíkingi ársins við veiðihús Elliðaár í morgun. Á myndinni sést grunnskólakennarinn Mikael Marinó Rivera, sem hlaut nafnbótina í ár, ásamt nemendum sínum. Vísir/Margrét Björk Dagur segir að margar tilnefningar hafi borist líkt og undanfarin ár enda sé mikið um fólk að gera góða hluti. „Við reynum að verðlauna sérstaklega fyrir óeigingirni. Stundum er það fólk sem er frægt í hverfinu sínu fyrir að halda öllu snyrtilegu og biðja ekki um neitt í staðinn. Reykvíkingur ársins er borgarbúi sem er nokkurskonar alþýðuhetja í augum samborgara sinna.“ Kennsla þurfi ekki að fara fram innan veggja skólans Sjálfur segir Mikael að mikilvægast sé að hugsa út fyrir skólastofuna. Hann leggur mest upp úr því að vera sanngjarn, hress og að prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bara fólk eins og við, það þarf ekkert að bregðast öðruvísi við þeim en öðri fólki. Það að vera jákvæður og duglegur að tileinka mér nýja hluti hefur fleytt mér langt í þessu í starfi.“ „Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn,“ segir Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera.Vísir/Sigurjón Mikael segir gríðarlega mikilvægt að hugsa út fyrir boxið í kennslu. „Þetta er kennslan,“ segir hann og bendir á nemendur sína sem standa úti í á. „Kennsla þarf ekki endilega að vera innan veggja skólans. Það er frábært hvað það er orðið mikið um að fólk sé farið að hugsa út fyrir skólastofuna. Það er allt hægt.“ Aðspurður um heilræði sem hann myndi gefa ungu fólki segir Mikael: „Að vera þú sjálfur og hafa trú á því sem þú ert að gera. Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn.“ Aflinn ekki aðalatriðið Veiðin í morgun fór fyrir ofan garð og neðan en þrátt fyrir mikla eftirvæntingu varð bið á því að fyrsti lax ársins veiddist. Mikael náði einum sem slapp. Hann var þó ekki að mikla það fyrir sér. „Það er bara hluti af þessu sporti, þessari dásamlegu íþrótt. Ef það væri á í hverju kasti og tuttugu laxar á dag væru allir löngu hættir held ég. En það er allur dagurinn eftir, vonandi skilar hann sér á endanum.“ Mikael fékk lax í morgun sem slapp frá honum. Vísir/Margrét Björk Nemendur Mikaels í valáfanga í fluguveiði voru með honum í morgun en þetta er í annað skipti sem Mikael bauð upp á þann áfanga. „Þetta snýst ekki bara að hnýta flugurnar og æfa köstin heldur var þetta mjög fjölbreytt. Það er komið inn á náttúruverndina, inn á líffræðina og það er mikil landafræði í þessu. Svo fórum við náttúrulega í veiði, fórum tvisvar hingað í Elliðaárnar, fórum í Korpu og Grímsá í Skugga. Þannig að þeir fengu vítt samhengi í þessu öllu saman.“ „Fullkominn kennari“ Það er augljóst að Mikael Marinó hefur greinilega mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, þetta er besta starf í heimi og ég er ekki að fara hætta því. Ætli þetta hafi ekki verið fjórtándi veturinn minn og það eru mörg ár eftir.“ Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson eru nemendur Mikaels. Þeir voru bjartsýnir á að fá marga fiska í dag. Vísir/Sigurjón Og nemendurnir voru á einu máli um mannkosti Mikaels. „Hann er fullkominn kennari. Besti kennari á landinu, langbesti,“ segja þeir Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson. „Við höfum lært svo mikið af honum og svo mikill stuðningur sem maður fær frá honum. Hann gerir allt fyrir okkur og til að láta okkur líða vel.“ Hann er geggjaður. Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna líkt og hefð er fyrir. Óskað er eftir tilnefningum frá borgarbúum og segir Dagur að Mikael hafi fengið tilnefningar fyrir að vera frábær grunnskólakennari sem fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum. Hann bætir við að valáfangar Mikaels hafi verið sérstaklega nefndir. „Einn þeirra fjallar um veiði, fluguveiði og að kenna krökkum að umgangast árnar og lífríkið, en líka að hnýta flugur og framvegis. Hann er líka þekktur fyrir valáfanga um Hringadróttinssögu og evrópuknattspyrnu og allskonar. Það greinilega geislaði gleði af þessum ábendingum þannig að hann er greinilega mjög vel af þessu kominn.“ Dagur B. Eggertsson tilkynnti um val á Reykvíkingi ársins við veiðihús Elliðaár í morgun. Á myndinni sést grunnskólakennarinn Mikael Marinó Rivera, sem hlaut nafnbótina í ár, ásamt nemendum sínum. Vísir/Margrét Björk Dagur segir að margar tilnefningar hafi borist líkt og undanfarin ár enda sé mikið um fólk að gera góða hluti. „Við reynum að verðlauna sérstaklega fyrir óeigingirni. Stundum er það fólk sem er frægt í hverfinu sínu fyrir að halda öllu snyrtilegu og biðja ekki um neitt í staðinn. Reykvíkingur ársins er borgarbúi sem er nokkurskonar alþýðuhetja í augum samborgara sinna.“ Kennsla þurfi ekki að fara fram innan veggja skólans Sjálfur segir Mikael að mikilvægast sé að hugsa út fyrir skólastofuna. Hann leggur mest upp úr því að vera sanngjarn, hress og að prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bara fólk eins og við, það þarf ekkert að bregðast öðruvísi við þeim en öðri fólki. Það að vera jákvæður og duglegur að tileinka mér nýja hluti hefur fleytt mér langt í þessu í starfi.“ „Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn,“ segir Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera.Vísir/Sigurjón Mikael segir gríðarlega mikilvægt að hugsa út fyrir boxið í kennslu. „Þetta er kennslan,“ segir hann og bendir á nemendur sína sem standa úti í á. „Kennsla þarf ekki endilega að vera innan veggja skólans. Það er frábært hvað það er orðið mikið um að fólk sé farið að hugsa út fyrir skólastofuna. Það er allt hægt.“ Aðspurður um heilræði sem hann myndi gefa ungu fólki segir Mikael: „Að vera þú sjálfur og hafa trú á því sem þú ert að gera. Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn.“ Aflinn ekki aðalatriðið Veiðin í morgun fór fyrir ofan garð og neðan en þrátt fyrir mikla eftirvæntingu varð bið á því að fyrsti lax ársins veiddist. Mikael náði einum sem slapp. Hann var þó ekki að mikla það fyrir sér. „Það er bara hluti af þessu sporti, þessari dásamlegu íþrótt. Ef það væri á í hverju kasti og tuttugu laxar á dag væru allir löngu hættir held ég. En það er allur dagurinn eftir, vonandi skilar hann sér á endanum.“ Mikael fékk lax í morgun sem slapp frá honum. Vísir/Margrét Björk Nemendur Mikaels í valáfanga í fluguveiði voru með honum í morgun en þetta er í annað skipti sem Mikael bauð upp á þann áfanga. „Þetta snýst ekki bara að hnýta flugurnar og æfa köstin heldur var þetta mjög fjölbreytt. Það er komið inn á náttúruverndina, inn á líffræðina og það er mikil landafræði í þessu. Svo fórum við náttúrulega í veiði, fórum tvisvar hingað í Elliðaárnar, fórum í Korpu og Grímsá í Skugga. Þannig að þeir fengu vítt samhengi í þessu öllu saman.“ „Fullkominn kennari“ Það er augljóst að Mikael Marinó hefur greinilega mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, þetta er besta starf í heimi og ég er ekki að fara hætta því. Ætli þetta hafi ekki verið fjórtándi veturinn minn og það eru mörg ár eftir.“ Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson eru nemendur Mikaels. Þeir voru bjartsýnir á að fá marga fiska í dag. Vísir/Sigurjón Og nemendurnir voru á einu máli um mannkosti Mikaels. „Hann er fullkominn kennari. Besti kennari á landinu, langbesti,“ segja þeir Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson. „Við höfum lært svo mikið af honum og svo mikill stuðningur sem maður fær frá honum. Hann gerir allt fyrir okkur og til að láta okkur líða vel.“ Hann er geggjaður.
Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira