O'Neil tók upphaflega við liðinu sem bráðabirgðastjóri í ágúst á síðasta ári eftir að Scott Parker var látinn taka poka sinn. Hann var svo ráðinn til starfa sem þjálfari liðsins í nóvember og skrifaði þá undir eins og hálfs árs langan samning.
We can confirm that we’ve parted company with head coach Gary O'Neil.
— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) June 19, 2023
We’d like to place on record our thanks to Gary and wish him all the best for the future.
Undir stjórn O'Neil náði Bournemouth í 36 stig í ensku úrvalsdeildinni og endaði í 15. sæti deildarinnar. Liðið tryggði áframhaldandi veru í deildinni þegar fjórar umferðir voru eftir, en fyrir tímabilið spáðu flestir því að nýliðarnir færu beint niður í B-deildina á ný.
„Það sem Gary afrekaði á síðasta tímabili er eitthvað sem við verðum alltaf þakklát fyrir,“ sagði Bill Foley, stjórnarformaður Bournemouth, í tilkynningu félagsins.
„Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun, en hún var tekin eftir miklar vangaveltur um það hvernig við getum komið okkur í sem besta stöðu fyrir komandi tímabil.“