Innlent

Hafa lokið rann­sókn á Dubliner málinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum The Dubliners í miðborg Reykjavíkur.
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum The Dubliners í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Stöð 2

Rann­sókn lög­reglu á at­viki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykja­vík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrí­tugs­aldri, situr á­fram í gæslu­varð­haldi en það var fram­lengt þann 6. júní síðast­liðinn.

Mbl.is greinir frá en maðurinn hefur setið í gæslu­varð­haldi lög­reglu síðan hann var hand­tekinn þann 13. mars síðast­liðinn. Skotinu var hleypt af inni á barnum í mið­bæ Reykja­víkur þann 12. mars og hafði maðurinn áður verið dæmdur fyrir fjölda ó­tengdra brota, líkt og Vísir greindi frá.

Hann hljóp af vett­vangi eftir að hafa hleypt var úr byssunni, en skotið hafnaði á vegg við barinn. Enginn slasaðist al­var­lega en tveir gestir staðarins fengu að­hlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði á­hyggjur af heyrn sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×