Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 21:00 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir borgina brjóta lög í tengslum við biðlista um sértæk húsnæðisúrræði. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43