Erlent

Boris Johnson segir af sér

Árni Sæberg skrifar
Boris Johnson hefur lengi verið umdeildur.
Boris Johnson hefur lengi verið umdeildur. Dan Kitwood/Getty

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér þingmennsku.

Afsögn Johnsons hefur þegar tekið gildi en hún kemur í kjölfar þess að honum var afhent svokölluð „Partygate-skýrsla“, sem unnin var af þingmönnum sem hluti af rannsókn á því hvort Johnson hefði logið að breska þinginu. 

Rannsóknin hófst eftir að Johnson gerðist ítrekað sekur um brot á sóttvarnalögum þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

„Ég laug ekki og ég trúi því að nefndarmennirnir viti það innst inni. Þau vita það fullvel að þegar ég ávarpaði neðri deild þingsins sagði ég aðeins það sem ég hélt í einlægni að væri satt og það sem mér hafði verið sagt að segja, eins og hver annar ráðherra,“ segir í yfirlýsingu Johnsons um afsögnina.

Sagði samkomur hafa verið nauðsynlegar

Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í mars síðastliðnum. Þá sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.