Erlent

Rússneskum manni banað af hákarli í Rauðahafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hákarlaárásin var fönguð á mynd.
Hákarlaárásin var fönguð á mynd.

Rússneskur maður lést í gær eftir að tígrishákarl réðst á hann undan ströndum Hurghada í Egyptalandi. Hákarlinn réðst á manninn skammt frá landi og stóðu ferðamenn á bakkanum og horfðu á árásina.

Tass fréttaveitan segir manninn hafa heitið V. Yu. Popov og vera fæddan árið 1999. Hann var ekki ferðamaður, heldur bjó hann í Egyptalandi.

Einn þeirra sem fylgdust með árásinni tók hana upp á myndband, sem sjá má hér að neðan.

Fréttaveitan Reuters hefur eftir egypskum embættismönnum að hákarlinn hafi verið gómaður og verið sé að rannsaka hann. Þá er búið að setja á tímabundið sund, köfun og aðrar v

AP fréttaveitan segir hákarlaárásir sjaldgæfar við strendur Rauðahafsins. Tvær banvænar árásir hafi þó átt sér stað í Hughada með nokkurra daga millibili í fyrra. Í öðru þeirra dó ferðamaður frá Austurríki og í hinu dó ferðamaður frá Rúmeníu.

Hughada og aðrir bæir við strendur Rauðahafs hafa lengi verið vinsælir ferðamannastaðir meðal Evrópubúa. Yfirvöld í Egyptalandi hafa varið miklu púðri í að reyna að endurreisa ferðamannaiðnaðinn eftir pólitískan óstöðugleika og faraldur Covid.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×