Fótbolti

Markvörður PSG kominn til meðvitundar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Rico er kominn til meðvitundar.
Sergio Rico er kominn til meðvitundar. getty/Antonio Borga

Sergio Rico, markvörður Paris Saint-Germain, hefur verið vakinn úr dái. Hann slasaðist alvarlega er hann datt af hestbaki í síðasta mánuði.

Eftir að PSG varð franskur meistari um þarsíðustu helgi fengu leikmenn liðsins dags frí. Rico nýtti það til að fara á hestbak á Spáni. Hann datt hins vegar af baki, fékk þungt höfuðhögg og var fluttur á gjörgæsludeild sjúkrahúss í nágrenni Sevilla.

Rico var í dái en hefur verið vakinn úr því. Hann er með meðvitund en ástand hans er enn tvísýnt. Eiginkona Ricos, Alba Silva, er samt vongóð.

„Hann er að lagast hægt og rólega. Við treystum læknunum fullkomlega,“ skrifaði Silva á samfélagsmiðla.

Rico, sem er 29 ára, gekk í raðir PSG frá Sevilla fyrir þremur árum. Hann hefur einnig leikið með Fulham og Mallorca.


Tengdar fréttir

„Veit ekki hvort ég get lifað án þín“

Eiginkona Sergios Rico, markvarðar Paris Saint-Germain, hefur miklar áhyggjur af honum en hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa dottið af hestbaki í fyrradag.

Næstu tveir sólar­hringar mikil­vægir í bar­áttu Rico

Fjöl­skylda Sergio Rico, mark­manns franska úr­vals­deildar­fé­lagsins Paris Saint-Germain, sem nú liggur inn á gjör­gæslu­deild á sjúkra­húsi á Spáni, segir næstu tvo sólar­hringa skipta höfuð­máli í bar­áttu leik­mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×