Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júní 2023 16:32 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar. Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur. Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus. Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29 Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar. Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur. Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus. Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29 Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29
Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06