Lífið

Pólsk leik­listar­perla í Þjóð­leik­húsinu

Íris Hauksdóttir skrifar
Pólsk menningarhátíð í samstarfi við Þjóðleikhúsið stendur yfir um þessar mundir.
Pólsk menningarhátíð í samstarfi við Þjóðleikhúsið stendur yfir um þessar mundir.

Ein magnaðasta leiksýning Stefan Zeromski leikhússins í Póllandi, Gróskan í grasinu verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun, þann 9. júní. 

Nú stendur yfir pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan Żeromski leikhússins í Kielce í Póllandi. Þjóðleikhúsið tekur þátt í tveimur verkefnum. Annað styrkt af Uppbyggingarsjóði EES en hitt, Kultura inspirująca, unnið í samstarfi við ráðuneyti menningar- og þjóðmála og sendiherra Póllands á Íslandi.

Vinnustofa og fyrirlestur

Sýningin, Gróskan í grasinu, er hluti hátíðarinnar en auk sýningarinnar er boðið upp á vinnustofu og fyrirlestur um þær aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu. Paweł Sablik dramatúrg heldur jafnframt fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi.

Listamenn Þjóðleikhússins stefna til Póllands

Árið 2022 kom hópur af listamönnum og starfsfólki frá Teatr im Stefan Żeromski í heimsókn í Þjóðleikhúsið og sóttu þar vinnustofur og fundi. Þá var jafnframt fluttur sviðsettur leiklestur á bókinni Munaðarleysingjahælinu eftir úkraínska höfundinn Serhij Zadhan. Listamenn innan Þjóðleikhússins stefna svo á að halda utan til Kielce í mars á næsta ári með sýningu og sækja þar fleiri fundi og vinnustofur. 

Áhugasamir geta kynnt sér verkið betur hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×