Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 11:42 Ólafur Stephensen segir það óskiljanlegt með öllu að ekki hafi tekist að afgreiða tollamál er varðar innflutning á úkraínskum vörum til Íslands. Vinnubrögð sem að mati Ólafs eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar. vísir/vilhelm Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira