Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 10:19 Það kom þingmönnum stjórnarandstöðunnar mjög á óvart þegar þingmenn meirihlutans birtust með nýtt plagg þar sem kveðið var á um starfsáætlun væri felld úr gildi og þinginu slitið. Þetta hefur kallað fram getgátur um að ekki sé eins mikil rjómablíða á stjórnarheimilinu og meirihlutinn vill vera láta. vísir/vilhelm Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. Morgublaðið greindi frá þessu í gærkvöldi en í samkomulaginu felst meðal annars að „fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verði afgreidd áður en að þingi verður frestað á föstudaginn þegar að alþingismenn fara í sumarleyfi.“ Að þessi háttur sé hafður á, þinglokum hespað af, hefur komið flatt upp á stjórnarandstöðuna og hefur kallað fram sögusagnir um það hvort rekja megi þetta til þess að djúpstæður ágreiningur sé uppi meðal stjórnarliðsins. Til að ýta undir það kom til, samkvæmt heimildum Vísis, rifrildis milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins í mötuneyti þingsins, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Orðaskipti þeirra voru ekki á lágu nótunum og gátu ekki farið fram hjá viðstöddum. Lyklaskipti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Jón Gunnarsson tekur við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu, af Áslaugu Örnu.vísir/vilhelm Fyrir liggur að ýmis erfið mál eru óafgreidd og má þar nefna nýfallinn dóm um úthlutun makrílkvóta, snjóhengjuna sem er ÍL-sjóði eða fyrrverandi Íbúðalánasjóður, Lindarhvolsmálið og þannig mætti lengi áfram telja. Mörg mikilvæg mál sitja á hakanum Vísir heyrði í Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar og hún segir það rétt, þetta hafi komið þingmönnum stjórnarandstöðunnar verulega á óvart. „Já, í byrjun vikunnar var talað um að við myndum funda fram í næstu viku til að klára þau mál sem eru inni í nefndunum. Þar eru auðvitað stór mál sem ráðherrar hafa lagt mikla áherslu á að klára. Þess vegna kom það okkur mjög á óvart þegar þingflokksformenn stjórnarflokkanna birtust með nýtt plan um að hætta við stór lykilmál; að klára þau. Jafnvel mál sem eru á lokametrum í vinnslu,“ segir Helga Vala. Helga Vala segir að þingið hlaupi nú frá fjölda lykilmála sem mikilvægt hefði verið að klára.vísir/vilhelm Hún nefnir þar forvirkar rannsóknarheimildir frá dómsmálaráðherra, aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu, lög um nýja mennta- og skólaþjónustustofnun og mörg fleiri mál mætti nefna: Bókun 35 – sem mikilvægt mál sem þingmenn meta að verði að klára vegna núgildandi samnings um EES. „Þar hefur ESA verið að senda okkur pillur árum saman. Þegar það var kynnt var það á síðasta snúning með að við yrðum að klára það svo við myndum ekki halda áfram með þetta með ófullnægjandi hætti. Varðandi nýja mennta- og skjólaþjónustustofnun, svo virðist sem barnamálaráðherrann hafi hlaupið á sig þegar hann tilkynnti niðurlagningu og uppsagnir starfsmanna löngu áður en þingmálið kom fram. Sú stofnun hefur verið lömuð síðan en henni er ætlað að halda utan um allt skólahald landsins.“ Af hverju vill ríkisstjórnin að allir fari heim? Helga Vala telur ekki úr vegi að til þess að gera óvæntu þinglok, lýsi miklum ágreiningi innan stjórnarflokkanna. „Að þeir treysti sér ekki til að klára þetta. Öll mál sem eru inni í nefndunum er frestað, það á bara klára þau mál sem er búið að afgreiða út úr nefndunum fyrir utan þessi örfáu mál sem eru dagsetningamál, lögbundið að veðri að klára núna eins og fjármálaáætlun til næstu fimm ára.“ Helga Vala vill spurð ekki orða það svo að stjórnarandstaðan sé gapandi eða að fullyrða megi að þetta lýsi að einhverju leyti uppgjöf stjórnarinnar gagnvart viðfangsefnum sem hafa vaxið henni yfir höfuð. „Við erum mjög undrandi og maður hugsar með sér, hvað veldur? Hvað er að gerast hjá ríkisstjórninni sem gerir að verkum að hún vill að allir fari heim og verði ekki í þingsal. Það hlýtur að vera eitthvað.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. 7. júní 2023 09:48 Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Morgublaðið greindi frá þessu í gærkvöldi en í samkomulaginu felst meðal annars að „fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verði afgreidd áður en að þingi verður frestað á föstudaginn þegar að alþingismenn fara í sumarleyfi.“ Að þessi háttur sé hafður á, þinglokum hespað af, hefur komið flatt upp á stjórnarandstöðuna og hefur kallað fram sögusagnir um það hvort rekja megi þetta til þess að djúpstæður ágreiningur sé uppi meðal stjórnarliðsins. Til að ýta undir það kom til, samkvæmt heimildum Vísis, rifrildis milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins í mötuneyti þingsins, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Orðaskipti þeirra voru ekki á lágu nótunum og gátu ekki farið fram hjá viðstöddum. Lyklaskipti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Jón Gunnarsson tekur við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu, af Áslaugu Örnu.vísir/vilhelm Fyrir liggur að ýmis erfið mál eru óafgreidd og má þar nefna nýfallinn dóm um úthlutun makrílkvóta, snjóhengjuna sem er ÍL-sjóði eða fyrrverandi Íbúðalánasjóður, Lindarhvolsmálið og þannig mætti lengi áfram telja. Mörg mikilvæg mál sitja á hakanum Vísir heyrði í Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar og hún segir það rétt, þetta hafi komið þingmönnum stjórnarandstöðunnar verulega á óvart. „Já, í byrjun vikunnar var talað um að við myndum funda fram í næstu viku til að klára þau mál sem eru inni í nefndunum. Þar eru auðvitað stór mál sem ráðherrar hafa lagt mikla áherslu á að klára. Þess vegna kom það okkur mjög á óvart þegar þingflokksformenn stjórnarflokkanna birtust með nýtt plan um að hætta við stór lykilmál; að klára þau. Jafnvel mál sem eru á lokametrum í vinnslu,“ segir Helga Vala. Helga Vala segir að þingið hlaupi nú frá fjölda lykilmála sem mikilvægt hefði verið að klára.vísir/vilhelm Hún nefnir þar forvirkar rannsóknarheimildir frá dómsmálaráðherra, aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu, lög um nýja mennta- og skólaþjónustustofnun og mörg fleiri mál mætti nefna: Bókun 35 – sem mikilvægt mál sem þingmenn meta að verði að klára vegna núgildandi samnings um EES. „Þar hefur ESA verið að senda okkur pillur árum saman. Þegar það var kynnt var það á síðasta snúning með að við yrðum að klára það svo við myndum ekki halda áfram með þetta með ófullnægjandi hætti. Varðandi nýja mennta- og skjólaþjónustustofnun, svo virðist sem barnamálaráðherrann hafi hlaupið á sig þegar hann tilkynnti niðurlagningu og uppsagnir starfsmanna löngu áður en þingmálið kom fram. Sú stofnun hefur verið lömuð síðan en henni er ætlað að halda utan um allt skólahald landsins.“ Af hverju vill ríkisstjórnin að allir fari heim? Helga Vala telur ekki úr vegi að til þess að gera óvæntu þinglok, lýsi miklum ágreiningi innan stjórnarflokkanna. „Að þeir treysti sér ekki til að klára þetta. Öll mál sem eru inni í nefndunum er frestað, það á bara klára þau mál sem er búið að afgreiða út úr nefndunum fyrir utan þessi örfáu mál sem eru dagsetningamál, lögbundið að veðri að klára núna eins og fjármálaáætlun til næstu fimm ára.“ Helga Vala vill spurð ekki orða það svo að stjórnarandstaðan sé gapandi eða að fullyrða megi að þetta lýsi að einhverju leyti uppgjöf stjórnarinnar gagnvart viðfangsefnum sem hafa vaxið henni yfir höfuð. „Við erum mjög undrandi og maður hugsar með sér, hvað veldur? Hvað er að gerast hjá ríkisstjórninni sem gerir að verkum að hún vill að allir fari heim og verði ekki í þingsal. Það hlýtur að vera eitthvað.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. 7. júní 2023 09:48 Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. 7. júní 2023 09:48
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24